background image
1
um fríhöfnina
10 -- Október
Október -- 11
taka með sér aftur inn í landið,
er á sínum stað og Íslendingar
þekkja hann, þrátt fyrir að vita ekki
nákvæmlega hvað felst í honum.
Þeir sem ferðast sjaldan segja
gjarnan ,,þið eruð alltaf að breyta
þessu". Það sem hefur í raun
breyst er að aukinn bjórskammtur
bættist ofan á fyrri möguleika.
Þótt margir telji að það muni litlu,
þá munar miklu eða allt að 40% á
verði. Það er því þess virði að taka
,,skammtinn" sem leyfilegur er
hverju sinni, en bjórinn er eitthvað
sem fékkst á sínum tíma eingöngu í
Fríhöfninni.
Ég man þá tíð þegar amma mín
og afi voru að fara til útlanda. Slíkt
þótti hinn mesti munaður á þeim
tíma og ég man að amma hafði
sig alltaf til, ef svo má segja, fyrir
ferðalagið. Amma var reyndar
alltaf mjög fín, sérstaklega þegar
hún fór eitthvað og veigraði sér
ekki við að fara í flug í háum hælum
við fallegu gráu kápuna sína.
Annað þótti bara ekki boðlegt,
nýkomin úr lagningu.
En í flugstöðinni, eins og reyndar
annars staðar, sést stundum til
yngri hópa sem eru að ferðast,
í jogginggöllum og jafnvel í
náttfötunum. Amma myndi snúa
sér við í gröfinni ef hún sæi þetta.
Ég rakst nefnilega á grein um
daginn um hvernig konur eiga að
klæða sig fyrir flug. Að mörgu leyti
mjög áhugaverð og mig langar að
deila með ykkur nokkrum atriðum
úr henni. Auðvitað viljum við allar
vera vel til hafðar, hvort sem við
erum gráklæddar eða ekki, en það
er bara ekkert gott við það að vera
á hælum í flugstöð. Látið mig vita
það sem hleyp þar um allan daginn
á hælunum, en ég vil helst sleppa
við það þegar ég er að ferðast því
fæturnir eiga það til að bólgna á
ferðalögum.
Það er vel hægt að klæða sig
þægilega en vera samt snyrtilega
til fara í smart fötum. Hér koma
nokkur ráð úr greininni.
Eitt þeirra er að vera í fallegum kjól
og góðum sokkabuxum. Þetta er
þægilegur fatnaður en elegant eins
og amma hefði sagt. Það getur líka
verið smart að vera í gallabuxum
við flottan topp eða bol og vera
svo með léttan blazer eða peysu
til að leggja yfir sig í vélinni ef það
verður of kalt eða til að fara úr ef
þú þarft að hlaupa á milli terminala
í flugstöðinni. Nauðsynlegt er að
eiga flatbotna skó eða falleg stígvél
fyrir ferðalagið, sem getur verið
mjög smart, alveg eins og háir
hælar. Aðalatriðið er að auðvelt
sé að komast úr og í, sérstaklega
í vopnaleitarhliðum og að þeir
þrengi ekki mjög að í fluginu sjálfu.
Þið þekkið öryggisleitarhliðin á
flugvöllunum. Við pirrum okkur oft
á hinu og þessu í kringum þessi
blessuðu hlið. Samt viljum við öll
vera örugg um borð í vélinni sem
við ferðumst með. Þess vegna
er best að horfa á þessi hlið með
jákvæðu hugarfari og brosa fallega
til þeirra sem við þau starfa.
Stelpur, til að sleppa við öll leiðindi,
bæði fyrir ykkur, starfsfólkið og
aðra farþega er best að ofhlaða
ekki glingri á sig. Það er nóg
að vera bara með einn
fallegan skartgrip, t.d
áberandi hálsmen eða
stórt armband.
Eitthvað sem auðvelt er að taka
af sér í röðinni. Muna að taka
tölvuna upp úr töskunni, vera
með snyrtivörurnar í þar til
gerðum pokum og ferðin í gegnum
hliðið í átt að Fríhöfninni verður
skemmtileg reynsla.
Við vitum allar hversu nauðsynlegt
það er að vera með eina rúmgóða
handtösku. Þar er nauðsynlegt
að geyma heyrnatól, eyrnatappa,
augngrímu ef þú ert að fara í langt
flug, og gott tímarit. Ef þú ert
ekki með góða tösku, má alltaf
finna eina í Dutyfree Fashion eða í
Victoria`s Secret.
Þú verður líka að koma fyrir
snyrtivörunum, orkustönginni,
tyggjóinu og því sem þú verslar í
Fríhöfninni á þægilegan hátt.
Niðurstaðan er því sú að vera í
þægilegum fatnaði og skóm, ekki
hlaða á sig glingri og muna eftir
góðu handtöskunni sinni.
Síðan er bara að muna að koma
sér út að hliðinu sínu á tíma því
flugvöllurinn á að vera hljóðlaus,
þ.e. það er ekki kallað upp í
flugið og það er fátt verra en
að gleyma sér yfir öllum fallegu
haustflíkunum í Dutyfree Fashion
og heyra nafnið sitt kallað upp.
,,Jóna Jónsdóttir, Jóna Jónsdóttir,
þetta er lokaútkall í skvísuferðina.
Drífðu þig um borð því flugvélin
er tilbúin til brottfarar." Þú vilt
ekki vera sú Jóna Jóns sem þarf
að hlaupa út landganginn með
töskuna og pokana, hvort sem þú
ert á hælum eða ekki, og sitja grá
og guggin eftir hlaupin innan um
allar skvísurnar um borð.
Góða ferð.
Mynd: Icelandair