background image
3
Grátt
oG aftur Grátt
Október -- 59
58 -- Október
tíska
Grái liturinn er mjög áberandi í hausttískunni sem er í
raun mikið gleðiefni. Mörgum finnst hann of hlutlaus og
tíðindalaus en staðreyndin er sú að hann klæðir nánast
alla. Þessi litur er þannig að það er auðvelt að nota hann
í alklæðnað eða blanda saman ólíkum gráum tónum auk
þess sem hann gengur nánast við alla liti sem finnast á
litaspjaldinu.
Það eru þó nokkrir litir sem ganga einkar vel með gráa
litnum en það eru rauðir, bláir og gulir tónar. Pastellitir fara
líka vel með gráu en þó aðallega pastelbleikur sem hefur
sést aðeins í hausttískunni. Við dökkgráa tóna er ótrúlega
flott að nota liti með, eins og t.d. grænan, fjólubláan, og
vínrauðan auk pastellita á borð við bleikan og grænan.
Hvað ber að varast?
Það sem ber að varast er að vera í möttum gráum kremuðum
lit. Hann dregur fram allt það gráa í húðinni og það viljum við
alls ekki.
Annars tökum við gráa litnum
fagnandi fyrir haustið enda litur
sem gengur við öll tækifæri og litur
sem gengur í raun við ótrúlega
margt í fataskápnum.
Byrjaðu á því að kaupa basic grunnflíkur í gráu til að venjast
litnum eins og t.d. boli og peysur. Flottur grár toppur gengur
við allar gallabuxur og jakka og er góð flík til að byrja á.
Þessar flíkur fara mjög vel með gráu