background image
Bræðið saman í potti, smjörið,
karamellurnar og púðursykurinn.
Skerið perurnar í bita og látið
suðuna koma upp. Látið svo
standa í ca. 2 tíma á meðan annað
er eldað. Hitað upp rétt áður en
borið er á borðið.
Eftirréttur
Eftirrétturinn eftir svona veislu má
ekki vera of flókinn og oft nægir
gott súkkulaði og kaffibolli. Ekki
er verra að fá smá Baileys með
kaffinu og/eða jafnvel desertvín.
vínsérfræðinGar
fríhafnarinnar
mæla með
Madrigale Primitivo
di Manduria sem desertvíni. Þetta
er rauðvín með náttúrulegri sætu
(Dolce Naturale), sætt rauðvín
sem gengur fullkomlega með góðu
súkkulaði.
Ég mæli með því kæru lesendur
að þið prófið þessa veislu, þó ekki
væri nema að hluta til. Það er fátt
skemmtilegra en að fá gesti sem
kunna að meta góðan mat.
Verði ykkur að góðu
Ásta Dís
GæsabrinGur
8 stk. gæsabringur.
Marineraðar í ca. 8 cl af púrtvíni og
100-200 g af bláberjum í um það
bil sólarhring.
Matreiðsla:
Hitið olíu á pönnu og
brúnið bringurnar við meðalhita
uns þær eru fallega brúnaðar,
kryddið með salti og pipar og
steikið svo við 100° í 30­40 mín.
eftir stærð, takið svo úr ofninum
og látið standa í nokkrar mínútur
undir stykki til að láta safann
setjast áður en kjötið er skorið.
andabrinGur
6 stk. andabringur.
Marineraðar í ca. 6 cl af koníaki
og 1-2 stjörnuanísaldin skorin í
sneiðar og lögð yfir bringurnar.
Látið marinerast í u.þ.b. sólarhring.
Matreiðsla:
Hitið olíu á pönnu og
brúnið bringurnar við meðalhita
uns þær eru fallega brúnaðar,
kryddið með salti og pipar og
steikið svo við 100° í 20­30 mín
eftir stærð, takið svo úr ofninum
og látið standa í nokkrar mínútur
undir stykki til að láta safann
setjast áður en kjötið er skorið.
vínsérfræðinGar
fríhafnarinnar
mæla með
Chateau D'Agassac.
Góður Bordeaux, fágaður en ekki
of kraftmikill með öndinni og
gæsinni.
Meðlæti með villibráðinni.
Það meðlæti sem hér er gefið
upp passar með hreindýrinu,
öndinni og gæsinni.
Sósa
½ l soð
2 dl rjómi
1 dl bláberjasulta
100 g bláber
Smjörbolla (30 g smjörlíki og
30 g hveiti)
Rótarbeð
Gulrætur, 10 stk.
Paprikur (1 rauð og 1 gul)
Rauðlaukur, 2 stk.
Hvítlaukur, ca. 6-8 rif
Steinselja, hálft búnt
Steinseljurót, 1-2 eftir stærð
Sellerírót, hálf
Sætar kartöflur, 3 stk
Grænmetið er grófskorið, sett
í ofnskúffu og olía sett yfir.
Blóðberg, salt, pipar og timjan er
notað til að krydda. Sett inn í ofn
við ca. 180° og bakað í u.þ.b. 40-60
mín. (fer eftir því hversu grófskorið
grænmetið er). Þegar grænmetið
hefur bakast í ca. 20 mín. er gott
að setja nautasoð yfir (fæst í
næstu verslun) og smjörklípur,
dreifa því vel yfir.
Karamellugljáðar perur
3-4 stk. perur
1 poki (að lágmarki því þær eru
svo góðar) af Freyju grænum
karamellum
Smá klípa smjör
1-2 msk. púðursykur
Þynnt með rjóma, ca. 2 dl.