background image
Tilvalin á laugardagskvöldi þar sem
hún þarfnast undirbúnings.
Mér finnst fátt meira gefandi en
að taka á móti skemmtilegu fólki
og elda fyrir það mat sem helst
krefst mikillar fyrirhafnar. Í fyrra
tókum við á móti einstökum hópi
gesta sem töldu 10 manns og
buðum upp á villibráðaveislu með
uppskriftum sem við sjálf höfum
þróað með okkur. Grillið á okkar
heimili er notað alla daga ársins,
þar með talið í þessari veislu, en
kokkarnir stóðu vaktina í eldhúsinu
hátt í tvo sólarhringa fyrir þessa
miklu veislu. Þegar einhver reynir
að þróa sínar eigin uppskriftir
er oft erfitt að deila þeim með
öðrum. Hugtakið ,,dash" er því
eitthvað sem við höfum alltaf
stuðst mikið við. Ég reyni þó að
málsetja þetta eftir fremsta megni
fyrir lesendur Fríhafnartímaritsins.
Þetta er veisla sem reynir virkilega
á bragðlaukana og krefst mikils
undirbúnings, en ánægja gesta
ykkar ætti ekki að láta á sér standa
og þeir ættu að tala um þessa
veislu vel fram á næsta ár.
humarforréttur
2 kg stórir humarhalar. Humarinn
er þveginn og klipptur endilangt
eftir bakinu og brotinn upp en ekki
tekinn úr skelinni. Humarinn þarf
að marinerast í tæplega sólarhring
í grænmetinu.
Hráefni í marineringu
Gulrætur, 10 stk.
Paprikur (rauðar og gular, 1 af
hvoru)
Rauðlaukur, 2 stk.
Hvítlaukur, ca. 6-8 rif
Engifer, u.þ.b. 3 cm af rótinni
Steinselja,hálft búnt
Salt, pipar og smjörklípur
Grænmetið er fínsaxað og sett í
pott með góðri smjörklípu (100 g)
og látið mýkjast. Þegar grænmetið
er við það að verða tilbúið er safa
úr u.þ.b. hálfri sítrónu hellt yfir og
ca. hálft búnt af saxaðri ferskri
steinselju klippt yfir. Þetta er
síðan látið kólna í ca. klukkutíma.
Humarinn er klipptur eins og
áður sagði, hreinsaður og lagður í
ofnskúffu. Grænmetið er síðan sett
yfir humarinn og þetta látið standa
í ísskáp yfir nótt, vel innpakkað.
Humarinn er svo tekinn út daginn
eftir og látinn jafna sig í nokkra
klukkutíma. Síðan er hann settur
í ofninn og allt saman bakað í ca.
5-10 mín. við 180°. Fylgist vel með
humrinum, að hann bakist ekki
of mikið, því þá verður hann þurr.
Borinn fram með góðu brauði,
ólífuolíu og grófu salti.
vínsérfræðinGar
fríhafnarinnar
mæla með
Chateau-Fuissé
Pouilly Fuisseé. Kraftmikið og
þokkafullt hvítvín, rosalega gott
með humri.
Þá er komið að aðalréttum
kvöldsins en það eru
hreindýravöðvi, gæsabringur
og andabringur með tilheyrandi
meðlæti.
Grillaður
hrEindýravöðvi
2 kg hreindýravöðvi er látinn
marinerast í um það bil tvo
sólarhringa áður en hann er
grillaður, í steiktum einiberjum,
olíu, salti og pipar. Athugið að ef
einiberin eru ekki til, má nota gin til
að marinera hreindýrið.
Hreindýrið er grillað í ca. 5-7
mínútur á hvorri hlið, fer eftir þykkt
vöðvans og eins hvort gestirnir vilja
hafa kjötið rare, medium eða well
done. Fylgist bara vel með kjötinu
á grillinu og gætið þess að það
brenni ekki. Kokkurinn við grillið
ætti að vera vel búinn þar sem oft
er kalt við grillið á þessum árstíma
og gestirnir ættu að vera duglegir
að gá að honum og færa honum
hressingu eftir því sem við á.
Kjötinu er svo pakkað inn í álpappír
og vafið inn í viskastykki og það
látið jafna sig í um 10 mínútur.
vínsérfræðinGar
fríhafnarinnar
mæla með
Peter Lehmann
Stonewall með hreindýrinu.
Kraftmikið shiraz-vín frá Ástralíu,
hæfir góðum steikum.
villibráðarvEisla
í boði framkvæmdastjóra
fríhafnarinnar
Matseðill
Marineraður humar
Hreindýr, önd og gæs
Gott súkkulaði og Baileys kaffi