background image
3
hvErniG vElur þú
réttu handtöskuna?
Október -- 57
56 -- Október
tíska
Handtaskan er einn mikilvægasti
fylgihluturinn sem við konur notum.
Ekki bara vegna þess að töskur geta verið
mikið augnayndi, heldur vegna þess að
töskur eru NAUÐSYNLEGAR okkur konum.
Flestar konur er með lífið í töskunni, símann,
tölvuna, ipadinn, lyklana, snyrtivörurnar,
skilríkin, nú og snuddur og bleyjur ef þú ert
mamma í hjáverkum.
Hér eru örfá ráð um hvernig
þú velur þér réttu töskuna.
Númer
1
Ekki kaupa tískubólu (hún springur)
Ef þú sérð marga með eins tösku í
guðanna bænum ekki fara sömu leið,
þú og allir hinir verða komnir með leið
á henni eftir örfáa mánuði.
Númer
2
Ekki velja ódýrustu leiðina. Ég
veit að það er oft hægara sagt en
gert að eyða í föt og fylgihluti en
það má fá flottar töskur á góðu
verði án þess að þær líti út fyrir að
vera úr plasti og einnota. Veldu þér
leðurtösku sem þú veist að mun
ekki slitna innan árs.
Númer
3
Spáðu í árstíðina. Það koma auðvitað
ákveðnir litir í tísku á hverri árstíð þannig að ef
þú ert að spá í nýja tösku núna ekki þá skella
þér á neonlitaða tösku. Sumartöskur og pelsar
eiga bara ekkert sameiginlegt.
Númer
4
Vertu praktísk. Ef þú ert með
mörg börn þá eru rándýrar töskur
ekki endilega málið. Taskan þarf
að passa við hlutverk þitt í lífinu.
Margar mömmur þekkja það að
það lekur ís á töskuna, hún dettur
á gólfið í bílnum og svo þarf að
leggja hana frá sér, t.d. í sandinn
á leikskólanum.
Ef þú ert að spara þá er gott ráð að
fá sér tösku sem gengur við flest
öll fötin þín, t.d. í hlutlausum lit og
í þeirri stærð sem passar þínum
lífsstíl. Hvað þarftu að hafa með
þér dagsdaglega.
Númer
5
Hugsaðu um skápinn þinn þegar þú velur
þér tösku. Hvaða litir eru í skápnum? Þetta
fer eftir þínum stíl.
Númer
6
Hafðu vaxtarlagið í huga. Stórar
töskur henta vel háum konum en
ef þú ert í lægri kantinum þá getur
of stór taska látið þig virka minni
en þú ert. Það vill enginn minna
á gangandi handtösku. Ef þú ert
hávaxin með pínulitla tösku þá
gætir þú mögulega minnt á Gúllíver
í Putalandi.
Númer
7
Gefðu þér góðan tíma til að finna réttu
töskuna og mundu að rétta taskan setur
punktinn yfir i-ið.
Heimild:
Eva Dögg á www.tiska.is
Verum hreinskilnar, hver myndi ekki þiggja
smá aðstoð við að velja réttu handtöskuna?