background image
4
104 -- Október
áfEnGi
STELLA ArTOIS
Stella hefur verið brugguð samkvæmt ákveðinni hefð
og verkkunnáttu í yfir 640 ár. Rætur Stellu ná aftur til
1366 til brugghússins Den Horen í Leuven, en bærinn er
kallaður ,,bjórbærinn". Heiðrinum er enn þann dag í dag
haldið á lofti en hornið í merki Stellu vísar til upphafsins
hjá Den Horen. Með 640 ára hefð er Stella tákn
belgískrar bruggarfleifðar og verkkunnáttu og er í raun
hinn eini sanni premiumbjór í heiminum. Hann er seldur
í meira en 120 löndum um allan heim og einn mest seldi
bjór í heimi og er val meðvitaðra neytenda sem kunna
að meta ferskleikann í þessum premium bjór sem er
gæddur yfirburðagæðum. Stella sigraði ,,The Grocer
Gold Award" í flokki áfengra drykkja árið 2010.
Stella er undirgerjaður ljós pilsner. Hann er svalandi,
blómlegur, ferskur, hefur létta meðalfyllingu, gullinn
lit og mikla freyðingu. Hann er með ristaðan malt- og
karamellukeim í miðjunni og vott af beiskju. Stella
hentar ýmsum réttum víðs vegar að úr heiminum.
Milt malt og léttir humlar ýta undir bragðlaukana með
lamba-, humar- og skelfiskréttum, eins með fisk- og
karríréttum, salati, léttum súpum og pizzu.
Styrkleiki: 5%.
Skemmtilegur fróðleikur
: Stella Artois
hefur undanfarin ár verið aðalstyrktaraðili
kvikmyndahátíðarinnar í Cannes í Frakklandi.
Slagorð Stellu er: ,,She Is a Thing of Beauty".
Heimild: http://www.haugen-gruppen.is/bj_r.aspx