background image
Hvaða vörur freista þín mest
þegar þú ert í vinnunni?
Ilmvötn
og handáburður.
Lýstu Fríhöfninni í þremur
orðum?
Gott og þægilegt
andrúmsloft og góð þjónusta.
Til hvaða borgar myndir þú helst
vilja fara nú í haust?
Parísar.
Hvað finnst þér ómissandi í
borgarferðina?
Varalitur og
Victoria's Secret flugfreyjutaska.
hElGi þór hErmannsson
Hvað ertu búinn að vinna lengi í
Fríhöfninni?
18 ár.
Hvað kaupir þú þegar þú ferð
í Fríhöfnina sem ferðamaður?
Koníak, rauðvín, Bola- eða
Stellubjór, sígarettukarton og
ýmislegt sælgæti, konan sér um
snyrtivörurnar.
Upplifir þú eða pælir öðruvísi í
fríhöfnum erlendis eftir að hafa
unnið hér í Fríhöfninni?
Já, maður
skoðar og ber saman verð og verslar
95% heima.
Hvaða vörur freista þín mest
þegar þú ert í vinnunni?
Ég er
góður í að standast freistingar en
gott koníak eða viskí heillar.
Lýstu Fríhöfninni í þremur
orðum?
Skemmtileg, flott
samstarfsfólk og gott verð.
Til hvaða borgar myndir þú helst
vilja fara nú í haust?
Boston eða
Manchester.
Hvað finnst þér ómissandi í
borgarferðina?
Koníakspeli og
eitthvað gott íslenskt sælgæti til að
nosta á. Gott rauðvín er líka frekar
æskilegt.
siGríður baldursdóttir
Hvað ertu búin að vinna lengi í
Fríhöfninni?
12 ár.
Hvað kaupir þú þegar þú ferð
í Fríhöfnina sem ferðamaður?
Snyrtivörur, sokkabuxur, áfengi og
tóbak.
Upplifir þú eða pælir öðruvísi í
fríhöfnum erlendis eftir að hafa
unnið hér í Fríhöfninni?
Já og
nei, það fer eftir því hvað er í boði á
hverjum stað og hvernig þjónustan
er, umhverfið og hvernig tekið er á
móti manni.
Hvaða vörur freista þín mest
þegar þú ert í vinnunni?
Þær vörur
sem eru á tilboði og það eru ALLTAF
vörur á tilboði.
Lýstu Fríhöfninni í þremur
orðum?
Spennandi, skemmtileg og
full af freistingum.
Til hvaða borgar myndir þú helst
vilja fara nú í haust?
Barcelona.
Hvað finnst þér ómissandi í
borgarferðina?
Bland í poka, líkjör
með kaffinu, gott súkkulaði, tyggjó
og nýr góður ilmur.