background image
2
nýtt
frá una skincare
18 -- Október
snyrtivörur
UNA skincare marine bioactive
ultra rich eye cream
er nýjasta
viðbótin og jafnframt þriðja
kremið í vörulínu UNA skincare.
Augnkremið er hannað til að
vinna á húðinni í kringum augun
og inniheldur m.a. lífvirk efni
sem unnin eru úr íslenskum
sjávarþörungum (Fucus
vesiculosus) ásamt öðrum mjög
öflugum og virkum sérvöldum
innihaldsefnum.
Húðin í kringum augun er afar þunn
og þynnist með aldrinum og er
því eitt viðkvæmasta húðsvæðið.
Með aldrinum og með ytra áreiti,
s.s. sólargeislum og mengun,
veikist byggingarefni húðarinnar
og það dregur úr framleiðslu
mikilvægra efna sem veldur því
að húðin verður slappari og fínar
línur og hrukkur fara að myndast.
Einnig getur með tímanum dregið
úr blóðflæði í æðum í kringum
augun og þær stíflast, sem
getur valdið frekari skemmdum
á byggingarefnum húðarinnar.
Samdráttur á flæði súrefnis um
húðfrumurnar auk álags af völdum
oxunar og bólguhvetjandi efna til
viðbótar við aukna virkni ákveðinna
ensíma brýtur niður mikilvæg
byggingarefni húðfrumanna.
Niðurstaðan er að húðin slaknar
verulega í kringum augun og
dekkist, fínar línur og hrukkur
myndast og svæðið í kringum
augun þrútnar í sumum tilvikum.
Þrjú helstu virku innihaldsefnin í
UNA skincare augnkreminu eru:
Fucus vesiculosus extract
(Lífvirk efni úr þörungum):
Inniheldur mikið af lífvirkum
innihaldsefnum eins og florótannín
andoxunarefnum sem vinna gegn
frjálsum hvarfeindum. Einnig
innheldur þörungurinn mikið af
lífvirkum fjölsykrum, amínósýrum,
vítamínum og steinefnum. Þessi
efni berjast gegn hvarfeindum
og húðöldrun, draga úr bólgum
og roða, auk þess að bæta
teygjanleika húðarinnar og veita
henni raka. Extraktið er framleitt af
Marinox með háþróaðri aðferð úr
sérvöldum handtíndum íslenskum
þörungum.
Nýlegar rannsóknir á extröktunum
sem notuð eru í UNA Skincare
hafa sýnt frammúrskarandi
andoxunarvirkni í frumum ásamt
því að virku innihaldsefnin hindra
ensím (metallopróteasa) sem
finnast í húðinni sem valda
niðurbroti á collagen og elastin í
húðinni sem veldur hrukkumyndun
og húðsigi. Rannsóknir á frumum
hafa einnig sýnt fram á að
virku efnin draga verulega úr
bólgumyndun með því að hindra
framleiðslu ákveðinna bólguhvata
í frumum og auka framleiðslu á
bólguhemjandi efnum.
Palmitoyl Tripeptide-38:
Þetta peptíð er eitt öflugasta
sinnar tegundar til að koma í
veg fyrir og draga úr hrukkum
á augnsvæðinu. Rannsóknir
staðfesta að peptíðið hvetur
verulega til framleiðslu á sex
mikilvægum byggingarefnum
húðarinnar, collagen týpu I, III
og IV, fibronectin, laminin 5 og
hýalúrónic-sýru. Niðurstaðan,
staðfest af klínískum rannsóknum,
er að peptíðið dregur marktækt
úr hrukkum og sléttir húðina í
kringum augun.
Squalane:
Fituefni sem er unnið úr ólífum
og er náttúrulega til staðar í
húð okkar. Mest er af squalane
í húð okkar frá 20-30 ára aldri,
en fer síðan ört minnkandi með
aldrinum. Dagleg notkun á
squalane í kremum getur hjálpað
við að viðhalda unglegri húð.
Að auki er efnið þekkt fyrir að
vinna gegn neikvæðum áhrifum
útfjólublárra sólargeisla, það
dregur úr dökkum baugum eða svo
kölluðum öldrunarblettum og er
örveruhemjandi.