background image
5
Október -- 109
108 -- Október
bassEtt's
borgarferðin ­ brighton
sælGæti
Fyrsta Bassett's sælgætið var búið
til þegar George Bassett stofnaði
sælgætisfyrirtækið sitt árið 1842 í
Sheffield í Englandi.
Bassett's-lakkrísinn varð til af
slysni árið 1918. Það var þannig
að sölumaður frá Bassett's var að
kynna lakkrísinn fyrir heildsala og
hverri vöru sem hann sýndi var
hafnað, svo þegar hann var að
taka saman vörurnar rakst hann
í kassana og allt litríka nammið
datt úr kassanum á borðið.
Heildsalinn varð alveg heillaður
af litríka blandaða sælgætinu og
setti inn pöntun fyrir lakkrísnum.
Sölumaðurinn skírði sælgætið
Liquorice Allsorts (Lakkrísblanda).
Í dag er þetta lykilvara í Bassett's-
vöruúrvalinu.
Árið 1918 komu Jelly Babies
(hlaupbörn) á markað til að fagna
lokum fyrri heimstyrjaldarinnar.
Þau hétu upphaflega ,,Peace
Babies" (Friðarbörn). Skortur
á hráefnum á meðan seinni
heimstyrjöldin stóð yfir olli því að
framleiðslunni var hætt um tíma en
hún byrjaði aftur 1953 og þá undir
nafninu Jelly Babies.
Árið 1926 var Bertie Bassett
kynntur til sögunnar. Hann varð
fljótlega þekkt vinalegt andlit
Bassett's um heim allan. Hann og
Bassett's eru enn í dag tákn fyrir
hefðbundinn bresk gæði.
Þrjár mikilvægustu tegundirnar
í vöruúrvali Bassett's í dag eru:
Liquorice Allsorts (Lakkrísblanda),
Winegums (Hlaup) og Jelly Babies
(Hlaupbörn).
Bertie í gamla daga
Bertie fer líka í borgarferðir