background image
4
Október -- 97
96 -- Október
amarula
saga sem bragð er af
áfEnGi
Marula?
Það er til einstakur sítrusávöxtur sem heitir Marula
og hann er uppistaðan í rjómalíkjörnum Amarula.
Ávöxturinn er C-vítamínríkari og inniheldur meira
prótein en aðrir sítrusávextir og því ekki nema von að
hann sé í uppáhaldi hjá fílunum tignarlegu á sléttum
Afríku. Marula-trén ganga oft undir gælunafninu
Fílatrén og því er fíllinn tákn Amarula á flöskumiðunum.
Marula-trén vaxa villt og þau er einungis að finna í
Afríku sunnan miðbaugs þar sem er hlýtt allan ársins
hring.
Úr ávextinum er framleitt vín sem síðan er eimað
og sett á eikartunnur. Eftir tveggja ára geymslu í
tunnunum er rjóma bætt saman við og úr verður
silkimjúkur rjómalíkjör þar sem vanilla og framandi
ávextir eru ríkjandi og eftirbragðið langt og gott.
Amarula-rjómalíkjörinn er mjög vinsæll á heimsvísu
og hefur unnið til helstu verðlauna í alþjóðlegum
vínkeppnum á undanförnum árum sem besti
rjómalíkjörinn.
Amarulasjóðurinn
Amarula hefur stofnað sérstakan sjóð sem hefur að
markmiði að stuðla að bjartri og sjálfbærri framtíð
í Afríku fyrir íbúa álfunnar, dýr hennar og náttúru.
Sjóðurinn mun meðal annars styðja Amarula Elephant
Research Project sem er rannsóknarverkefni sem
hófst 2002. Það hefur að markmiði að auka þekkingu
í þjóðgörðum Afríku og vernda fíla í þeirra náttúrulega
umhverfi.
Þú getur kynnt þér málið nánar á www.amarulatrust.
com, séð hvaða verkefni sjóðurinn styður og skilið eftir
þitt eigið fílaspor.