background image
2
Október -- 29
28 -- Október
snyrtivörur
chanEl
superstition í haust
Coco Chanel er einn helsti
frumkvöðull í tískuheiminum
fyrr og síðar og í dag er Chanel
eitt vinsælasta og þekktasta
hátískumerki veraldar.
Coco Chanel var meðal annars
brautryðjandi í því að konur gengju
í buxum og einnig var það hún sem
byrjaði fyrst að sauma fatnað úr
þægilegu efni (jersey) svo konan
gæti hreyft sig og liðið vel.
Fyrsti varaliturinn frá Coco Chanel
kom út árið 1927 og tveimur
árum seinna setti hún á laggirnar
snyrtivörulínu en þá rak hún fyrsta
tískuhúsið til að gera slíkt en í
kjölfarið fylgdu svo Dior og fleiri.
Hugsjón Coco Chanel var að
gera líf kvenna eins þægilegt og
mögulegt var og hún vildi að konur
gætu keypt hjá sér allt sem þær
þyrftu. Þessi hugsjón varð að
veruleika því hjá Chanel gat konan
keypt það sem hana vantaði frá
A­Ö og þar með talið varalitinn og
allt fyrir andlitið og húðina.
Snyrtivörulínurnar frá Chanel
tengjast alltaf lífi Coco Chanel
sjálfrar og haustlínan 2013 er þar
engin undantekning. Haustlínan í
ár heitir ,,Superstition" eða Hjátrú.
Coco Chanel þótti afar hjátrúarfull
kona og dró t.d. tarotspil upp
á hvern dag þar til hún kvaddi
þennan heim.
Línan tengist öllum þeim
lukkuhlutum sem Coco Chanel
elskaði. Litirnir eru grænir,
gylltir og bleikir og koma manni
í sannkallað haustskap. Eins og
alltaf eru nokkrir litir takmarkaðir
í línunni þannig að fyrstir koma
fyrsti fá.
nýir litir á naGlalökkunum
ofurmjúkt Gloss í varalitaformi
mjúkir kinnalitir
Nýju kinnalitirnir eru með ótrúlega flottri gegnsærri
silkiáferð. Þeir eru settir á með fingrum með því
að slá fingrum létt í kremið og svo fiðurlétta hringi
á húðina. Það má nota kinnalitinn beint á húð,
yfir farða, undir púður og á augnlok til að ná fram
frískleika.
nýir litir í auGnskuGGum
tvEir nýir rouGE allurE
varalitir
koparGylltur maskari
oG blýantur
Heimild:
Eva Dögg á www.tiska.is