background image
5
Október -- 111
110 -- Október
malaco
borgarferðin ­ stokkhólmur
sælGæti
Malmö Compani Licorice (Lakkrís-
verksmiðjan) hóf starfsemi árið
1934 í Malmö í Svíþjóð. Á þessum
tíma, eins og nafnið gefur til kynna,
var eingöngu framleiddur lakkrís,
nafnið Malaco var búið til úr
fyrstu stöfunum í Malmö Licorice
Compani. Það var síðan 1958 að
Malaco fór að framleiða hlaup og
svampsælgæti.
Godt og Blandat, ein vinsælasta
varan hjá Malaco, kom á markað
árið 1979. Nafnið á vörunni kemur
frá innihaldi pokans, á þessum
tíma var innihaldið breytilegt eftir
því hvað var verið að framleiða á
hverjum tíma. Þegar leið á varð
varan svo vinsæl að það var farið
að hafa innihaldið alltaf eins.
Síðar bættust fleiri tegundir við í
línuna, Godt & Blandat salt, Godt &
Blandat surt og fleiri. Árlega neyta
Svíar um 4 milljóna Godt & Blandat
poka.
Það kom heldur betur sterk
viðbót í vörulínu Malaco 1982.
Djungelvrål bættist þá við en hún
sló í gegn og er í dag ein söluhæsta
vara Malaco. Svíar neyta um
2 milljóna Djungelvrål-poka á
ári. Fyrir áhugasama eru litlu
saltlakkrísbitarnir eins og dýr í
laginu. Það eru apar, fílar, ljón og
íkorni.