background image
1
Október -- 7
6 -- Október
vErslanir
fimm fríhafnarverslanir
um fríhöfnina
Fríhöfnin ehf. rekur fimm verslanir
í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, þrjár
fyrir brottfararfarþega, eina ætlaða
skiptifarþegum frá löndum utan
Schengen-svæðis og þá fimmtu
fyrir komufarþega á 1. hæð.
Helstu vöruflokkar Fríhafnarinnar
eru áfengi, fatnaður, leikföng,
snyrtivörur, sælgæti og tóbak.
Brottfararverslunin er björt og
glæsileg verslun sem býður
gott vöruúrval fyrir ferðamenn
á öllum aldri. Þar má finna mörg
vinsælustu erlendu vörumerkin
og mikið úrval af íslenskum
vörum, jafnt áfengi, snyrtivörur og
sælgæti. Nú geta karlmennnirnir
fundið allt sem þeir þurfa í Be A
Man hluta verslunarinnar. Þar eru
allar herrasnyrtivörur á einum stað
auk þess sem boðin er hressing á
meðan rétti ilmurinn er fundinn.
Victoria`s Secret verslunin
er inn af brottfararverslun
Fríhafnarinnar. Hún er sú eina
sinnar tegundar hér á landi
og þar má finna mikið úrval af
vinsælustu vörunum úr Victoria`s
Secret Beauty vörulínunni ásamt
úrvali af nærbuxum, töskum,
iPad- og símahulstrum, svo
eitthvað sé nefnt. Töskurnar og
fylgihlutirnir eru eingöngu seldar
í flugstöðvaverslunum Victoria`s
Secret.
Í Dutyfree Fashion má finna
heimsþekkt vörumerki fyrir
konur og karla, á borð við Boss,
Lloyd, Mulberry og Burberry,
en verslunin er sú eina á Íslandi
sem hefur fatnað frá Burberry
á boðstólum. Handtöskur frá
Mulberry þykja ómótstæðilegar og
eru mjög eftirsóttar, sérstaklega
af erlendum ferðamönnum sem
segja verðlagið á þessu vörumerki
í Dutyfree Fashion með því
hagstæðasta sem þekkist. Íslensk
hönnun hefur verið í forgrunni og
er úrvalið fjölbreytt. Í dag bjóða 8
íslenskir hönnuðir fatnað, skó og
fylgihluti í versluninni sem státar
af einum stærsta sýningarglugga
landsins og hefur hann reynst
mikilvægur stökkpallur fyrir unga
íslenska hönnuði út í hinn stóra
heim tískunnar.
Iceland Dutyfree er í suðurhluta
flugstöðvarinnar og þar er að finna
ágætisúrval af íslenskum vörum
til að grípa með sér um borð í
flugvélina.
Dutyfree utan Schengen hefur
tekið miklum breytingum og var
opnuð á nýjum stað á fyrstu hæð
flugstöðvarinnar í júní sl. Verslunin
þykir ein sú flottasta í Evrópu að
mati viðskiptavina og úrvalið mjög
gott en þar má finna öll helstu
alþjóðlegu vörumerkin í áfengi,
snyrtivörum, sælgæti, tóbaki og
leikföngum. Íslenskum vörum er
gert hátt undir höfði í versluninni
og íslensk hönnun fær að njóta
sín, bæði í fatnaði og gjafavöru.
Ray Ban sólgleraugu, fatnaður og
minjagripir frá Rammagerðinni og
66°Norður, gjafavara frá Epal og
skartgripir frá Sign eru áberandi í
versluninni.
Komuverslun hefur fengið mikla
andlitslyftingu eftir breytingar
undanfarinna mánaða. Í nýrri
rúmgóðri verslun er tekið vel
á móti farþegum sem koma til
landsins enda er markmiðið með
henni að ferðamenn þurfi ekki að
bera með sér vörur frá fríhöfnum
annarra landa. Ferðamenn geta
notið ferðalagsins betur með því
að kaupa inn þegar þeir eru lentir
á Keflavíkurflugvelli á meðan
þeir bíða eftir farangri sínum.
Komuverslunin býður bæði
íslenskar vörur og vörur sem fást
ekki á innanlandsmarkaði.
Dutyfree Express er ný þjónusta
sem við bjóðum viðskiptavinum
okkar og hefur mælst mjög vel
fyrir. Í gegnum Dutyfree Express
er hægt að panta vörurnar á netinu
og sækja, hvort heldur er við
brottför eða komuna til landsins.
Einfalt og þægilegt. Í komuverslun
er sérstakt afgreiðsluborð fyrir þá
sem hafa pantað vörur á netinu,
þeir þurfa því ekki að bíða en geta
alltaf bætt við í körfuna.