background image
4
Október -- 95
áfEnGi
rauđar
Cabernet Sauvignon
Ein ţekkasta og vinsćlasta rauđvínsţrúga
heims. Smá vínber međ miklum og
djúpum lit, sterku/seigu hýđi sem gefur
tannín, fyllingu og ilm í rauđvínum frá
Bordeaux sem eru ţó alltaf blönduđ međ
Merlot og/eđa Cabernet Franc. Bestu
víngarđar Médoc hafa allt ađ 80% af
Cabernet Sauvignon en í St.-Emilion
og Pomerol er notađ Cabernet Franc.
Cabernet Sauvignon, ein ađalţrúgan
í Bordeaux, er nú rćktuđ um allan
heim og međ frábćrum árangri í
Kaliforníu, auk ţess í Ástralíu, Suđur-
Afríku, Chile, Argentínu, Búlgaríu og
fleiri löndum. Öll Cabernet-vín batna
viđ geymslu/ţroskun í flöskum jafnt
og í viđartunnum.
Bragđiđ samanstendur af
krćkiberjum, sólberjum, sedrusviđi,
kaffi, papriku, negul (Bordeaux),
mintu, dökku súkkulađi, tóbaki og
ólífum.
Gott međ:
Nauti, lambi, önd,
grilluđum kjúklingi og villibráđ.
Merlot
Merlot er hin ađalţrúgan í Bordeaux ásamt
Cabernet Sauvignon. Merlot er göfugur
ćttingi Cabernet-ţrúganna sem rćktađar eru
í St.-Emilion og Pomerol, en ţroskast fyrr en
Cabernet, hefur minna tannín og gefur af sér
mýkra og fyllra vín sem ţroskast fyrr. Ţrúgan
er notuđ í Médoc í blöndu (međ Cabernet og
öđrum tegundum) og mest í vín frá Pomerol
og St. Emilion. Merlot gefur af sér góđ og
létt vín á Norđ-austur Ítalíu og í ítalska hluta
Sviss. Getur einnig komiđ mjög vel út á kaldari
vínsvćđum Kaliforníu, Nýja-Sjálandi, Ástralíu
og Suđur-Afríku.
Bragđiđ líkist oft Cabernet
Sauvignon, ţó gjarnan mildara
krćkiberjabragđ en stundum
meira áberandi bragđ af
plómum, rósum og bragđmikilli
ávaxtaköku.
Gott međ:
Grilluđu nautakjöti,
önd, kalkún, túnfiski og laxi.
Syrah/Shiraz
Ţetta er besta dökka ţrúgutegundin í Rhône
og gefur af sér dökkt, tannínríkt og langlíft
Hermitage og Côte Rôtie. Ţrúgan ţarf á
frekar hlýju loftslagi ađ halda og ţrífst illa
eđa alls ekki á kaldari vínrćktarsvćđum.
Syrah-vín ţroskast frekar fljótt. Í Ástralíu
er ţrúgan kölluđ Shiraz og hér er langmest
af henni, eđa um 6.000 hektarar og er
ţar notuđ til ađ búa til bćđi borđvín og
(sćt) eftirréttavín í blöndu og ein og
sér. Sama gildir um sumt af Petite
Syrah frá Kaliforníu.
Bragđiđ er af hindberjum,
brómberjum, krćkiberjum, pipar,
blönduđu kryddi, leđri, villibráđ og
tjöru.
Gott međ:
Villibráđ, indverskum mat,
mexíkóskum mat, nautapottréttum
og lambi.
Pinot Noir
Eina dökka vínberjategundin í Côte d'Or í
Búrgúndí og ţar, á rétta stađnum, besta
rauđvínsberjategundin í heiminum. Í Búrgúndí
hafa menn alltaf áhyggjur af ţví hvort ţrúgan
nái ađ ţroskast nógu mikiđ til ađ gefa af sér
gćđavín. Pinot Noir hefur tiltölulega lítiđ tannín
og sýru, ekki svo djúpan lit og geymsluţol í
međallagi frekar en langt. Í Champagne er hún
pressuđ fyrir gerjun til ađ búa til hvítvín sem er
mikilvćgur hluti bestu kampavínanna. Upp á sitt
besta gefur ţrúgan af sér vín međ stórkostlega
heilsteyptan ilm, bragđ, fyllingu og áferđ. Hún
gefur af sér létt vín í Ţýskalandi og Austur-
Evrópu. Í strandhéruđum Kaliforníu, Oregon,
Victoríu, Tasmaníu, Nýja-Sjálandi og Suđur-
Afríku eru menn smám saman ađ ná fullum
tökum á rćktun ţessarar vínţrúgu.
Í bragđi eru hindber, jarđarber,
kirsuber, trönuber, fjólur, rósir
og villibráđ.
Gott međ:
Önd, rjúpu, nautakjöti,
grísakjöti og camenbert-osti.
Tempranillo
Tempranillo-vínţrúgan er rćktuđ undir óteljandi nöfnum
á Spáni en er best ţekkt sem ein ađalundirstađan fyrir
Rioja-rauđvín. Án ţroskunar í eikartunnum gefur ţrúgan
af sér vín međ mjög fersku og bragđsterku yfirbragđi
en viđ ţroskun í eik verđur víniđ mildara, eikađ međ
vanillubragđi sem kemur ađallega frá amerískri
eik. Ţađ getur veriđ mjög erfitt ađ gera sér grein
fyrir ríkjandi bragđi í Tempranillo enda hafa jafnvel
reyndustu smakkarar ruglađ ţroskuđu Rioja saman viđ
rauđvín frá bćđi Bordeaux og Búrgúndí.
Bragđ:
Jarđarber, krydd, mild og smjörkennd toffee-
karamella.
Gott međ:
Lambakjöti, kjúklingi og kálfakjöti.
Heimildir:
http://www.mekka.is/Spurt_og_Svarad/Thrugur
http://www.vin.is/?cat_id=165
http://smakkarinn.is