background image
3
52 -- Október
þórunn ívarsdóttir
tískuráðleggingar
tíska
Við fengum Þórunni Ívarsdóttur
fatahönnuð, bloggara, stílista og
forfallna tískudrós og kaupalka
í smá spjall til að segja okkur frá
helstu straumum og stefnum sem
verða í tískunni í haust og vetur.
Hvaða litir verða inn í haust/
vetur?
Haustið er uppáhalds-
árstíðin mín (ekki bara út af því að
ég á afmæli) heldur líka út af því
að ég rosalega hrifin af djúpum
tónum sem eru allsráðandi í haust
og vetur. Líkt og seinustu ár eru
þetta oft sömu litirnir
(burgundy og dökk-
grænn) en ég reyni
að skipta um lit sem
er í uppáhaldi fyrir
hvert ár. Í fyrra var
smaragðsgrænn
litur ársins en í ár
ætla ég að láta
sinnepsgulan
ráða ríkjum. Það
er mikið svart
og hvítt í gangi og
aðeins mýkri grænn
en ekki hermannagrænn eins og
hefur verið síðustu ár.
Og hvaða liti getur maður
notað saman?
Uppáhalds-
litasamsetningin mín fyrir veturinn
er sinnepsgulur með dökkbláum
(navy). Finnst fátt fallegra þessa
dagana og hlakka til að klæðast því
í vetur.
Er eitthvað sérstakt mynstur
sem verður meira áberandi en
önnur?
Ég er að sjá rosalega mikið
af ,,houndstooth" mynstri. Sem
er köflótt mynstur sem á uppruna
sinn í Skotlandi og spilar það inn í
hvað er mikið köflótt með pönk-
ívafi. Tískan er sem sagt mjög
bresk.
Hvaða snið verða áberandi
í buxum?
Jökkum? Blazerarnir
og kápurnar fara síkkandi, þess
vegna er það flott fyrir þær
lágvöxnu að ganga á himinháum
hælum en verða að passa sig
í hálkunni og þess vegna eru
rosalega margir skór með grófum
botnum svo maður öklabrjóti sig
nú örugglega ekki.
Hvaða flík ætti maður að
fjárfesta í fyrir haustið/veturinn?
Ég er alveg sjúk í síðar kápur og
hlakka til að rokka í einni í vetur,
hef þó ekki fundið hina fullkomnu
ennþá. En hugsa að ég fái mér
einhverja með ,,houndstooth"
mynstri eða alveg svarta og trefil
í sinnepsgulu eða
dökkbláu.
Hvernig
skór verða í
tísku?
Opin
ökklastígvél
með flottum
sylgjum og
grófum botni
eru algjörlega
allsráðandi. Ég er nú
þegar búin að fjárfesta í einum en
samt í penni kantinum.
Hvaða fylgihlutir er möst að
eiga?
Statement hálsmenin halda
áfram að vera vinsæl en flottast er
að vera með eitt mjög glitrandi við
plain hvítan stuttermabol.
Hvað finnst þér flottast við
haust- og vetrartískuna í ár?
Ég
er ofboðslega hrifin af tískunni í ár
því ég hef rosalega gaman af að sjá
pönkið og smá rokk í tískunni. Mér
finnst gaman að sýna smá ,,edgy"
hlið af sjálfri mér.
En strákarnir, hvað verður mest
áberandi hjá þeim?
Ég sé margt
það sama í kven- og karlatískunni
í vetur en ég hef tekið eftir að
það eru svona stuttir vatteraðir
,,reiðmennskujakkar" í tísku.
Að lokum, ef þú gætir gefið okkur
eitt ráð varðandi tísku, hvaða ráð
væri það?
Alltaf að vera þú sjálfur
en á sama tíma alltaf að stíga út
fyrir þægindahringinn því það gerir
lífið bara miklu skemmtilegra að
taka smá áhættur í tískunni (þótt
þú sjáir eftir því seinna).
Ljósmyndari: Þorsteinn Sigurbjörnsson