background image
1
Október -- 9
8 -- Október
Grá oG GuGGin ­
þarftu að komast í frí?
ásta dís óladóttir, framkvæmdastjóri
um fríhöfnina
Veðurstofan varar við stormi
um landið norðan-, austan- og
vestanvert á morgun.
Stelpur, heyrið þið veðurspána,
drífum okkur eitthvað út!
Gert er ráð fyrir vaxandi
norðaustanátt með snjókomu
á Vestfjörðum í nótt og víða
stormur (norðan 20-25 m/s)
þar í fyrramálið. Það hvessir
seinnipartinn á Suðvestur- og
Vesturlandi annað kvöld (víða
18-23 m/s). Búast má við mjög
hvössum vindhviðum (yfir 40 m/s)
við fjöll, einkum um vestanvert
landið. Heldur fer að draga úr vindi
þegar líður á laugardaginn, fyrst
vestast á landinu ...
Við búum á Íslandi og því ætti
ekkert að koma okkur á óvart
í þessum efnum. Árið hefur
hins vegar verið óvenjulegt
veðurfarslega séð og margir sem
halda því fram að sumarið sé enn
ekki komið og að það hafi haustað
óvenjusnemma í vor. Þrátt fyrir
sérkennilegt veðurfar fóru ekki
eins margir Íslendingar til útlanda í
sumar og árið áður. Við sjáum það
hins vegar nú í haust að Íslendingar
eru að taka við sér aftur og heilu
hóparnir að flykkjast til útlanda,
m.a. í borgarferðir.
Þótt grár litur sé oft tengdur við
kulda og leiðindaveðurspá er grái
liturinn í fatnaði mjög áberandi
um þessar mundir. Þetta er litur
sem nánast allir geta notað og
hentar vel sem grunnlitur með
öðrum meira áberandi litum
eins og sjá má á umfjöllun um tísku
í blaðinu.
Grár litur er einnig áberandi í
nýjum og endurbættum verslunum
Fríhafnarinnar. Í sumar var opnuð
ný verslun í suðurbyggingu og
komuverslunin sem allir þekkja
fékk nýja ásýnd í sumar. Grái
liturinn er áberandi í báðum
verslununum enda þemað íslenskt
að mörgu leyti. Í suðurbyggingu
er notast við ösku úr Eyjafjallajökli
í skreytingar og framstillingar
og veggir og innréttingar í
komuverslun eru í dökkgráum tón
á móti hvítum veggjum.
Þannig minnir hvíti liturinn á ísinn
en sá grái á öskuna og umbrotin
sem hafa átt sér stað hér á landi
og orðið til þess að þúsundir
ferðamanna hafa sótt landið heim.
Þótt Íslendingum hafi fækkað
í sumar eru heilu hóparnir á
ferðalögum um þessar mundir.
Fyrirtæki, vinkonuhópar, vinir,
fjölskyldur og svo mætti lengi
telja. Við hjá Fríhöfninni tökum vel
á móti öllum hópum. Það er mun
algengara að sjá kvennahópa á leið
til útlanda en karlahópa. Hvernig
ætli standi á því?
Tveir stórir hópar kvenna fóru
í gegnum flugstöðina í haust.
Annars vegar félagsskapur kvenna
sem kalla sig Excedra og hins vegar
Félag kvenna í atvinnurekstri.
Þegar svona hópar mæta í
flugstöðina er vissara að vera með
allt á hreinu því þetta eru konur
sem ferðast mikið og vita hvað
þær vilja. Umræða um ferðalög og
konur leiðir hugann að því hvernig
slíkar skvísur ferðast.
Við sem erum í flugstöðinni alla
daga og fylgjumst með fólki koma
og fara, sjáum margt. Oft hef ég
velt fyrir mér hvort eitthvað hafi
breyst á undanförnum árum, með
tíðari ferðalögum landsmanna. Eitt
er víst að hinn svokallaði ,,tollur",
og er þá átt við skammtinn af
áfengi og tóbaki sem landinn má