background image
4
98 -- Október
camus
nýtt elegance í tilefni 150 ára afmælis
áfEnGi
Camus er stærsta koníakshúsið í fjölskyldueign. Það
var stofnað árið 1863 og fagnar því 150 ára afmæli um
þessar mundir.
Í tilefni þess hefur vinsælasta koníakslína Camus,
Elegance VS, VSOP og XO, tekið breytingum. Nýtt
fallegt útlit og magnað koníak er nú að birtast í
verslunum.
Það er Cyril Camus sem á heiðurinn af þessum
breytingum sem hann segir enn og aftur undirstrika
staðfestu og kunnáttu Camus í gerð úrvalskoníaks.
Cyril stýrir nú Camus og er hann af fimmtu kynslóð
fjölskyldunnar.
Camus hefur um áratugaskeið verið mjög áberandi
á heimsmarkaði hvað varðar framleiðslu og sölu á
hágæðakoníaki og dýrum sértegundum sem finna
má í glæsilegum tollfrjálsum verslunum. Húsið hefur
hlotið ótal viðurkenningar og verðlaun í gegnum árin.
Til að mynda hefur koníak þeirra í 5 skipti verið valið
,,besta koníak í heimi" hjá International Wine & Spirit
vínkeppninni fyrir mismunandi útgáfur, Napoleon, XO,
Extraordinaire og Extra.
Camus hefur aðalaðsetur sitt í miðborg Cognac sem er
um 100 km norður af Bordeaux í Frakklandi. Fjölskyldan
á vínekrur á helstu vínsvæðum héraðsins og eru vínin
eimuð í eimingarhúsum í þeirra eign. Síðan tekur við
langt skeið í frönskum eikartunnum (3-50 ár) þar til
kjallarameisturum þykir réttum þroska og eiginleika náð
og tími til kominn að hefja blöndun.
Cyril og faðir hans, Jean Paul, draga enga dul á að
sérstaða Camus-koníaks byggist á flókinni blöndun
auk þess sem notað sé mikið af koníaki frá Borderies-
svæðinu.
Borderies er minnsta vínræktarsvæðið af fimm innan
koníakhéraðsins og mjög eftirsótt þar sem Borderies-
koníak gefur blómkenndan angan, þyngd og fyllingu,
sem kemur hinu endanlega koníaki til góða.
Camus-fjölskyldan á rætur sínar í Borderies og þar er
einnig að finna ættarsetrið, Plessishöll. Cyril undirstrikar
að sérstaða Camus felist í fjölskyldurekstrinum og
þeirri tryggingu sem hann veitir. Galdurinn á bak við
hágæðakoníak sé einmitt að um áratugaskeið hafi verið
komið upp birgðum af góðu, eldra koníaki sem nota
megi til að gera hina flóknu lokablöndu.