background image
2
Október -- 21
20 -- Október
umhirða húðar
aldrei of oft kveðið
snyrtivörur
Snyrtifræðingarnir frá Fjölbrauta-
skólanum í Breiðholti, þær Bergljót
Stefánsdóttir og Sigurbjörg Lilja
Furrow, eru mættar aftur og að
þessu sinni fræða þær okkur um
umhirðu og hreinsun húðar, ásamt
hlutverki snyrtivaranna í því ferli.
Mikilvægt er að hreinsa húðina
daglega með til þess gerðum
hreinsivörum til að viðhalda
heilbrigði hennar. Það þarf að
hreinsa óhreinindin sem safnast
hafa yfir daginn og fjarlægja farða
með hreinsivörum, því ekki dugar
eingöngu vatn til þess. Með góðri
daglegri hreinsun nýtast virku efni
kremanna betur. Ef húðin er ekki
hreinsuð getur hún orðið óhrein og
húðholur stíflast.
Snyrtivörur er mjög vítt hugtak en
fjölbreytt úrval er til af þeim og hefur
hver og ein ákveðnu hlutverki að
gegna.
Hreinsir getur verið efni í
mismunandi formi, eins og mjólk,
froða eða gel, en hefur þann
sameiginlega tilgang að hreinsa
yfirborð húðar án þess að raska
varnarhjúp hennar.
Andlitsvatn aftur á móti
hefur leiðréttandi áhrif eins og
þurrkandi, herpandi, frískandi
og/eða rakagefandi, allt eftir
þörfum húðar. Ef hreinsirinn
er vatnsuppleysanlegur er ekki
nauðsynlegt að nota andlitsvatnið á
eftir nema til að fá sérvirkni þess.
Krem eru til fyrir allar húðgerðir,
bæði dag- og næturkrem, til að
veita raka, vernda og hjálpa til við að
leiðrétta hin ýmsu vandamál eins og
óhreina, þurra, viðkvæma, blandaða
eða feita húð. Sérstök krem eru
ætluð fyrir viðkvæm svæði eins og
kringum augun, á varir og á háls.
Serum eða undirkrem er til fyrir
allar húðgerðir og eru djúpvirkari en
krem, oft þunnfljótandi og ganga þar
af leiðandi betur inn í húðina. Það er
notað í ákveðinn tíma til leiðréttingar
eða að staðaldri undir annað krem
þar sem þau yfirleitt innihalda enga
sólarvörn. Hægt er að finna serum
með kremkenndari áferð sem má
nota eitt og sér undir farða.
Andlitsmaskar eru til fyrir allar
húðgerðir og í mismunandi formi
eins og gel, krem eða leir. Með
möskum næst kröftug virkni á
stuttum tíma til að viðhalda eða
leiðrétta ástand húðar. Þar má nefna
hreinsa sem gefa raka, næra, róa,
eða stinna. Gott er að nota maska
svona einu sinni til tvisvar í viku á
eftir djúphreinsun því þá ganga virku
efnin betur inn í húðina.