![]() þáttum eins og t.d. erfðaþáttum, umhirðu húðar, heilsufari og lífsstíl. Þegar við eldumst, þá hægist á allri starfsemi hennar eins og frumustarfsemi og endurnýjun. Breytingarnar eiga sér stað mun fyrr í vefjum húðar en við sjáum á yfirborðinu. Styrktar- og teygjuþræðir húðar slakna og hrukkur og línur myndast, framleiðsla húðkirtla minnkar og húðin vill þorna og rakatap verður í húðvefjum. Litabreytingar koma oft með hækk- andi aldri og viðkvæmni getur þróast ef ekki er hugsað nógu vel um húðina. góðri umhirðu er hægt að hafa áhrif á hversu vel hún er undirbúin fyrir það ferli. Gott er að nota mildar hreinsivörur og örva húðflögnun með ensímdjúphreinsi til að virkni krema nýtist húð- inni sem best. Einhæft getur verið að tala ein- göngu um aldur húðar frekar en ástand hennar. Sést það best á því hversu fjölbreytt úrval snyrtivara er fyrir þennnan hóp. daglega kremkennda hreinsa og rakagefandi andlitsvatn til að undirbúa húðina fyrir kremin. Jafnframt er gott að nota sérstaka ensímdjúp- hreinsa á eins til tveggja vikna fresti. greinarmun á dagkremi og rakakremi. Rakakrem fyrir rakaþurra húð eru yfirleitt létt og oftast fyrir húð sem hefur fitujafnvægi en dagkremin eru meira nærandi og því ríkari og mýkri, en þó ekki endilega mjög fiturík í samsetningu sinni. Oft á tíðum er nauðsynlegt að fá álit fagaðila til að leiðbeina um hvort húðina skortir eingöngu raka eða bæði fitu og raka. höku. Þess vegna er mjög algengt að fitujafnvægi hennar sé ekki eins yfir allt andlitið. Blönduð húð er líklega algengasta húðgerðin, oftast kölluð Thúð vegna þess að hún hefur fleiri en eina húðgerð. Húð er oftast feit á enni, nefi og höku húðin er feitust geta verið fílapenslar og bólur. Hún getur verið viðkvæm í kinnum og vöngum þar sem húðin er þurrari. að mildri hreinsun og því er hentugt að nota hreinsivörur sem eru ætlaðar fyrir allar húðgerðir. Gott er að djúphreinsa húðina á 10-14 daga fresti en þó oftar á feitari svæðum. Margar gerðir djúp- hreinsa eru til en varast þarf að nota djúphreinsi með grófum kornum þar sem húðin er viðkvæm. blandaða húð vegna sérstöðu hennar. Létt raka- eða dagkrem henta yfirleitt vel þessari húð. Til eru leiðréttandi krem sem hægt er að bera svæðisbundið á húðina undir annað krem. Þau geta verið hvort sem er mattandi á T-svæðið eða nærandi fyrir þurr svæði. Í þessum tilvikum er gott að leita ráða hjá fagaðilum. Ástæður fyrir viðkvæmni geta verið erfðaþættir eða áunnir þættir. Utanaðkomandi þættir geta haft áhrif þar á eins og sól, kuldi/frost, högg, þrýstingur, röng og harkaleg umhirða húðar. Hvaða húðgerð sem er getur þróað með sér viðkvæmni tímabundið eða til langframa. ensímdjúphreinsa og krem sem vernda og sefa viðkvæma húð og veita henni mýkt. Til eru sérstök varnarkrem sem eru meira verndandi fyrir þessa húð til að nota við sértakar aðstæður eins og á skíðum eða við aðra útivist. vörur sem eru ætlaðar gegn ótímabærum aldurs-breytingum? eðlilega starfsemi húðar einstaka sinnum eftir 25 ára aldur og auka notkun þeirra með hækkandi aldri. Úrvalið af kremum sem hafa stinnandi og uppbyggjandi áhrif á húðvefi er mjög fjölbreytt. Má þar nefna djúpvirk serum og krem sem koma til móts við ólíkan aldur og ástand húðar. Því er æskilegt að leita til fagaðila sem getur veitt markvissa ráðgjöf. |