background image
FRAMKV
ÆMD
AST
JÓRASP
JALL
8
9
er Freebird. Freebird er nýtt merki frá Gunna
og Kollu. Línan er framleidd í Asíu og Evrópu
þótt hönnunin sé alíslensk. Freebird er rokkuð
en jafnframt rómantísk lína fyrir konur á hvaða
aldri sem er sem kunna að blanda saman ólíkum
stílum og flíkum. Þetta er því spurning um hugar-
ástand hverrar og einnar, ekki aldurinn.
En á alþjóðlegum flugvelli er ekki nóg að bjóða
eingöngu upp á íslenska hönnun. Þar má einnig
finna heimsþekkt vörumerki. Nýjasta merkið hjá
Dutyfree Fashion er Chie Mihara. Chie Mihara er
fædd í Brasilíu, lærði skóhönnun í New York en
býr nú á Spáni, þar sem skórnir eru framleiddir.
Chie Mihara leggur mikla áherslu á þægindi
og gæði sem endurspeglast í skónum hennar.
Farþegar á Keflavíkurflugvelli hafa tekið þessari
nýjung opnum örmum enda þykir verðlagið á
þeim sérstaklega hagstætt í Dutyfree Fashion.
Hið sama má segja um stóru merkin eins og
Burberry og Mulberry en Asíubúar sem sjá þau í
Fashion eru gjarnir á að kaupa margar flíkur frá
Burberry á leið sinni um flugvöllinn enda segja
sumir að þessi hönnun fáist hvergi ódýrari en
í Dutyfree Fashion á Íslandi. Það er því þess
virði að versla í Dutyfree Fashion, hvort sem
litið er á verð eða vöruúrval.
aÐEInS Í FRÍHÖFnInnI,
HVERGI annaRS STaÐaR
En það er ekki bara fatahönnun sem er á uppleið.
Vöruþróun og íslensk framleiðsla eru að gera góða
hluti um þessar mundir. Nýjasti íslenski vodkinn,
Katla, hefur heldur betur slegið í gegn meðal
viðskiptavina Fríhafnarinnar. Vodkinn þykir
einstaklega góður og segja fagmenn að hann
sé einn sá besti sem framleiddur hefur verið
hér á landi. Kötlu vodkinn er enn ein nýjungin
í vöruþróun Fríhafnarinnar og samstarfsaðila
hennar og fæst eingöngu í Fríhöfninni. Þú getur
því verið viss um að Kötlu vodkinn sé þess virði
að prófa.
Það eru miklar breytingar framundan hjá Frí-
höfninni á næstu mánuðum. Verslanir okkar
munu breytast mikið ásamt því sem öll ásýnd
fyrirtækisins verður allt önnur. Heimsókn í Frí-
höfnina verður því upplifun út af fyrir sig.
Fríhöfnin, þess virði að upplifa.
SKaPanDI
TÍmaR
FRamUnDan
Á undanförnum árum hefur orðið mikill upp-
gangur og gróska í íslenskri hönnun sem svosan-
narlega á fullt erindi á alheimsmarkað. Mikil-
vægt er því að gera íslenska hönnun sýnilega
og skapa vettvang þar sem henni er komið á
framfæri með markvissri kynningu.
Hönnunarmars og Reykjavík Fashion Festival
er nú nýafstaðnar þar sem fjölmargir flottir
hönnuðir sýndu hönnun sína. Þar á meðal voru
ELLA og Farmers Market sem hafa sett mikinn
svip á Dutyfree Fashion undanfarin ár. Huginn
Muninn sýndi einnig nýjustu skyrtu hönnun sína
fyrir karlmenn sem vökti mikla athygli, hægt
verður að nálgast þær vörur í Dutyfree Fashion
í vor.
En hvert sækja hönnuðir innblástur og hver
er sérstaða íslenskrar hönnunar. Hvað gerir
íslenska hönnun að íslenskri hönnun?
Eru það landslagsmyndir og hraunmolar, aska
og jöklar eða kannski sauðagæran? Er það
kannski umhverfið sem hún sprettur úr? Gerir
það hönnun íslenska að vera gerða af Íslendingi
eða það að vera gerð á Íslandi? Skiptir máli að
fatnaðurinn sé framleiddur í útlöndum þótt
sjálf hönnunin sé íslensk? Hvað er það í raun
og veru sem skiptir máli og skilgreinir hönnun
sem íslenska? Þetta eru spurningar sem vert
er að velta fyrir sér en fjölmargir íslenskir
fatahönnuðir eru farnir að láta framleiða fatnað
sinn erlendis og segja það of dýrt að framleiða
hér á landi. Viljum við snúa þeirri þróun við
svo virðissköpunin verði öll til á Íslandi eða má
hluti fara úr landi? Er hægt að snúa þeirri þróun
við svo miðinn ,,Made in Iceland" geti verið á
flíkunum, eða skiptir það kannski engu máli?
Þær tekjur sem skapandi greinar á Íslandi, þ.m.t.
fatahönnun skila samfélaginu hafa að öllum
líkindum verið vanmetnar hingað til. Séu allar
tekjur teknar saman þá eru þær eflaust mun
hærri en við gerum okkur grein fyrir, jafnvel
þótt varan sé framleidd erlendis. Það eru mörg
tækifæri til þess að efla enn frekar íslenska
hönnun og gera hana að meiri útflutningsvöru
en áður hefur verið. Viðburðir eins og Hönnunar
mars, Reykjavík Runway og Reykjavík Fashion
Festival ýta undir þessa þróun þar sem fjölmargir
erlendir blaðamenn koma til landsins og þeir
hönnuðir sem þarna taka þátt rata hratt á síður
erlendra blaða og vekja þar athygli. Stærsti
sýningargluggi landsins, Dutyfree Fashion hefur
tekið miklum breytingum á undanförnum árum
frá því að hún var ,,Sagashop" eins og margir
kannast við. Í dag þykir mörgum ákveðin upp-
lifun að skoða alla þá íslensku hönnun sem þar
má finna. Nýjasta íslenska vörumerkið í Fashion