background image
SNYRTIV
ÖRUR
10
11
Við fengum tvo snyrtifræðinga sem kenna við
Fjölbrautarskólann í Breiðholti, þær Bergljótu
Stefánsdóttur og Sigurbjörgu Lilju Furrow, til að
segja okkur hvernig best sér að hugsa um húðina.
Fjölbreytt úrval snyrtivara er á markaðnum í dag.
Oft vefst fyrir okkur hvaða vörur henta hverri
húðgerð, einfaldlega af því að við þekkjum ekki
húð okkar. Húðin er eitt stærsta líffærið sem
þjónar fjölbreyttu hlutverki en er fyrst og fremst
varnarhjúpur okkar og verndar undirliggjandi
vefi. Hún verður stöðugt fyrir áreiti utan frá eins
og veðrun, sólargeislun, mengun, svo fátt eitt sé
nefnt. Þar af leiðandi er nauðsynlegt að hugsa
vel um hana til að hún nái að sinna hlutverki sínu
sem best. Húðinni er aðallega skipt í tvennt; ytra
lag sem nefnist yfirhúð (epidermis) og innra lag
sem leðurhúð (dermis).
Ytra lagið er varnarhjúpur sem samanstendur
af dauðum hornkenndum frumum efst sem
endurnýjast stöðugt frá lifandi frumum í neðsta
lagi þess. Þessi endurnýjun hægist síðan með
aldrinum og þá eykst hlutfall dauðra hyrnis-
frumna. Þá fækkar þar af leiðandi þeim lifandi
sem sjá um endurnýjunina. Innra lagið, oft
kallað leðurhúð, er aftur á móti hin eiginlega
húð með fjölbreyttum líffærum svo sem fitu-
og svitakirtlum, skyntaugum, blóðæðum og
teygjuþráðum, kollageni og elastíni o.s.frv. Kirtlar
húðar sjá um jafnvægi hennar bæði á fitu og raka
með myndun sýruhjúpsins á yfirborðinu sem
gegnir því hlutverki að vernda gegn óæskilegum
örverum.
EÐLILEG HÚÐ
Heilbrigð húð sem hefur raka- og fitujafnvægi
kallast eðlileg húð. Hún er mjúk, rök, teygjanleg,
laus við lýti, oft með fíngerðar húðholur,
frísklegan litarhátt og öll lög húðar fá eðlilega
næringu. Þetta er fremur sjaldgæf húðgerð þar
sem margt í umhverfi okkar og lífsstíl ásamt
tímabundnum þáttum í líkamsstarfseminni geta
haft áhrif þar á.
Til að viðhalda góðri starfsemi eðlilegrar húðar
er nauðsynlegt að hugsa vel um hana. Það
þarf að vernda hana og sporna við ótímabæru
öldrunarferli með daglegri umhirðu svo sem
hreinsun og kremum. Með þessu styrkjum við
náttúrulegar varnir húðar gegn ytra áreiti. Gott
er að hreinsa yfirborðið og örva húðflögnun af
og til með þar til gerðum djúphreinsivörum
(korna- eða ensímhreinsum) til að viðhalda og
örva nýmyndun eðlilegrar húðar.
Við val á kremum fyrir eðlilega húð er leitast við
að velja vörur í samræmi við lífsstíl og veðurfar.
Á Íslandi er yfirleitt gott fyrir eðlilega húð að nota
léttari rakakrem á sumrin með eða án sólvarnar,
en meira verndandi dagkrem á veturna.
FEIT HÚÐ
Þegar fitukirtlastarfsemi húðar verður of mikil
og yfirborð hennar því fituglansandi er hún skil-
greind sem feit húð. Þessi húð hefur jafnframt
þykka hornhúð og þar af leiðandi grófari húð
með fölari litarhátt sem hættir til að fá fílapensla
og bólur. Feit húð er yfirleitt ekki viðkvæm og
þolir örvun vel, hefur gott rakastig en hættir til
að fá yfirborðsþurrk oft, vegna ytri þátta.
Til að koma til móts við einkenni feitrar húðar
er nauðsynlegt að hreinsa hana vel en án þess
þó að raska eðlilegu sýrustigi hennar. Froðu-
eða gelhreinsar henta oft vel þar sem feit húð
er algengari hjá yngri einstaklingum. Þessir
hreinsar eru þægilegir og auðveldir í notkun
og skolaðir af með vatni. Vegna þess að húðin
er þykk og stíflugjörn er æskilegt að nota
korna- eða ensímdjúphreinsa vikulega ásamt
hreinsandi leir- og eða rakamaska. Með því móti
næst betri árangur og áhrif krema verður betri.
Krem fyrir feita húð geta verið dagkrem eða
rakakrem. Dagkremin leitast við að leiðrétta
ástand feitrar húðar með því að matta yfirborðið,
auka húðflögnun og hindra stíflumyndun án
þess þó að raska rakajafnvæginu. Þetta eru
yfirleitt létt fitulítil eða fitulaus krem sem ganga
fljótt inn í húðina. Rakakrem fyrir feita húðgerð
eru aftur á móti oft gelkennd eða þunnfljótandi
og hafa þau markmið að rakametta húðina.
Serum eða undirkrem eru mjög áhrifarík fyrir
feita og stíflugjarna húð en þau innihalda meira
magn virkra efna en dagkremin. Þau hafa mörg
hver vottun á að losa um stíflur og fyrirbyggja að
bólur myndist.
BÓLÓTT HÚÐ
Í sumum tilvikum verður fitukirtlaframleiðslan
það mikið að húðin stíflast og bólur og kýli
myndast. Bólótt húð er algeng á gelgjuskeiðinu
en í sumum tilvikum einnig á fullorðinsárum
sem hefur aukist umtalsvert hin síðari ár. Þar
fyrir utan hefur bólótt húð öll einkenni feitrar
húðar og dagleg umhirða hennar því eins og hjá
þeim sem hafa feia húð. Til eru sérstakar vörur
fyrir slæma bólótta húð sem hefur þá jafnframt
sótthreinsandi, bólgueyðandi og sefandi eigin-
leika. Sérstaklega þarf að huga að samspili
lyfja og snyrtivara fyrir þessa húð Húðþynnandi
smyrsl og sýklalyf frá lækni geta gert húðina
ljósnæma og viðkvæmari tímabundið og því þarf
að varast að örva hana of mikið á því tímabili og
vera í sól. Kröftugar hýdroxíðsýruvörur (AH og
BH sýrur) sem eru til bæði sem hreinsar og krem,
reynast mjög árangursríkar fyrir þessa húðgerð
en notast þó ekki samhliða lyfjameðferð.
ÞURR HÚÐ
Þegar fitukirtlaframleiðsla húðar verður ekki
nægileg þá greinist hún sem þurr húð. Þurra húð
skortir fitu og raka en oft er talað um léttþurra
húð eða rakaþurra húð í þeim tilfellum þar
sem húðfita er yfirleitt nægileg en er rakaþurr.
Þurr húð er oft þynnri og því meiri hætta á
viðkvæmni og háræðasliti. Hún er fíngerð, þétt
getur fengið þurrkubletti og kláða, flagnað, haft
hrjúft yfirborð, sviða og þá tilfinningu að hún sé
strekkt og stíf.
HVERnIG HÚÐGERÐ
ER ÉG mEÐ?