background image
TÍSKA
70
71
SPIRaL
Spiral design er íslensk hönnun og fatnaðurinn
er saumaður á Íslandi. Hönnunin er sótt í
umhverfið, fólkið og líðandi stund hverju
sinni. Fatnaðurinn er tímalaus og þægilegur,
hugsaður fyrir konur á öllum aldri.
Vorið og sumarið einkennast áfram af
klassískum og umfram allt þægilegum fatnaði,
mjúkum línum og björtum litum í bland við
dökka.
SIFFOn SLÁ
ELLa
Vönduð efni og fallegur klæðskurður eru
einkenni ELLA. Merkið leggur áherslu á að
velja vel efnin sem notuð eru í fallega sniðinn
fatnaðinn. Þægindi og stíll fara saman þegar
vandað er til verka. Hönnunin á fatnaðinum er
undir áhrifum frá tískunni um miðbik síðustu
aldar og silkimjúk efnin eru frá Ítalíu. Þau koma
meðal annars frá
ítalska fyrirtækinu
Loro Piana sem
getið hefur sér
gott orð um allan
heim fyrir mikil
gæði og vönduð vinnubrögð. Fyrirtækið hefur
margsinnis fengið verðlaun fyrir gæði og
mannúðlegar aðferðir við vinnslu efna sinna og
ábyrga umhverfisvitund. Það skiptir máli þegar
hannaður er fágaður og klassískur fatnaður
sem á að endast og allar konur geta látið sér
líða vel í. Þegar kemur að gæðum er ELLA að
keppa við þá allra bestu.
JERSEY TOPPUR
LOa SIFFOn SLÁ
CaCHE COEUR KJÓLL
TEnnISKJÓLL
TRaVEL KJÓLL