background image
6
7
UM FRÍHÖFNINA
Töskur frá Mulberry eru mjög eftirsóttar, sér-
staklega af erlendu ferðamönnum. Verðlagið á
þessu vörumerki þykir afar hagstætt á Íslandi
og segja margir að það þekkist hvergi lægra en
í Dutyfree Fashion.
Íslensk hönnun hefur verið í forgrunni og
er úrvalið fjölbreytt. Í dag bjóða 6 íslenskir
hönnuðir fatnað, skó og fylgihluti í versluninni.
Dutyfree Fashion vinnur í samstarfi við Valitor
sem er öflugur bakhjarl íslenskar hönnunar, og
Reykjavík Runway, sem er fyrirtæki sem sér um
markaðssetningu íslenskra hönnuða erlendis.
Það er því vel við hæfi að þessir þrír aðilar
skuli standa saman að kynningu á íslenskum
hönnuðum og vera öðrum til fyrirmyndar í þeim
efnum þar sem Dutyfree Fashion er einn stærsti
sýningargluggi landsins og mikilvægur stökk-
pallur fyrir unga íslenska hönnuði út í hinn stóra
heim tískunnar.
Iceland Dutyfree
er staðsett í suðurhluta
flugstöðvarinnar og er að mestu með íslenskar
vörur en einnig bjóðast allra vinsælustu vörurnar
í erlendum vörumerkjum.
Dutyfree utan Schengen
er verslun fyrir farþega
sem ferðast til landa utan Schengen-svæðis.
Verslunin er hlýleg og skreytt íslenskum
landslagsmyndum frá Ozzo. Boðið er upp á
alþjóðleg vörumerki í áfengi, tóbaki, snyrtivörum
og sælgæti. Einnig er mikið og skemmtilegt
úrval af íslenskum vörum sem falla vel í kramið
hjá erlendum ferðamönnum.
Komuverslun
býður farþegum upp á góða
þjónustu í rúmgóðri verslun þar sem þeir geta
notið þess að kaupa tollfrjálsan varning við
komuna til landsins. Komuverslun er til þess
ætluð að spara óþarfa vesen hjá ferðamönnum;
að bera innkaupapoka frá öðrum löndum með
sér í flug, auk þess sem verðlagið er yfirleitt
hagstæðara en á nágrannaflugvöllum okkar.
Ferðamenn geta notið ferðalagsins betur
með því að kaupa inn þegar þeir eru lentir
á Keflavíkurflugvelli á meðan þeir bíða eftir
farangri sínum.
PanTa OG SÆKJa
Síðast en ekki síst viljum við benda viðskipta-
vinum okkar á þá nýju þjónustu að geta pantað
vörurnar og sótt, hvort heldur í brottför eða við
komuna til landsins. Einfalt og þægilegt.
VELKOmIn
Fríhöfnin ehf. rekur
sex verslanir
í Flugstöð
Leifs Eiríkssonar, fjórar fyrir brottfararfarþega,
eina ætlaða skiptifarþegum frá löndum utan
Schengen-svæðis og þá sjöttu fyrir komufar-
þega á 1. hæð. Helstu vöruflokkar Fríhafnar-
innar eru áfengi, fatnaður, leikföng, snyrtivörur,
sælgæti og tóbak.
Brottfararverslunin
er björt og glæsileg og býður
upp á gott vöruúrval fyrir ferðamenn á öllum
aldri. Þar má finna mörg vinsælustu erlendu
vörumerkin og mikið úrval af íslenskum vörum,
hvort heldur áfengi, snyrtivörur eða sælgæti.
Ný snyrtivörumerki bættust við í vetur en þau
eru Olay og Max Factor.
Victoria`s Secret
verslunin sem staðsett er í
brottfararverslun Fríhafnarinnar er með úrval
af vinsælustu vörum í Victoria`s Secret Beauty
vörulínunni. Einnig er sérstakt úrval af bolum,
nærbuxum, töskum og veskjum og má þar
nefna að töskurnar fást eingöngu í verslunum
Victoria`s Secret sem staðsettar eru á flug-
stöðvum.
Í
Dutyfree Fashion
má finna heimsþekkt vöru-
merki fyrir konur og karla á borð við Boss,
Lloyd, Burberry og Mulberry. Þess má geta að
Dutyfree Fashion er eina verslunin á Íslandi sem
hefur fatnað frá Burberry á boðstólum. Ný merki
bætast við reglulega og að þessu sinni eru það
Chie Mihara og Freebird sem koma inn í flóruna.