background image
TÍSKA
66
67
FREEBIRD
Free bird er nýjasta afsprengi hönnuðanna og hjónanna Gunnars
Hilmarssonar og Kolbrúnar Petreu Gunnarsdóttur, sem þau stofnuðu
m.a. GK og Andersen og Lauth á sínum tíma. Free bird línuna framleiða
þau í samstarfi við fyrirtæki sem er staðsett í New York en línan þykir
bæði rokkuð og rómantísk í senn og hefur hún vakið mikla athygli.
Það má í raun segja að þetta sé lína sem hentar konum á öllum aldri,
hvort heldur þær vilja halda sig við einfaldan og klassískan stíl, eða
eru óhræddar við að flétta saman ólíkum stílum. Þetta er fatnaður
sem hægt er að ,,klæða bæði upp og niður" og því nota við nánast öll
tækifæri.