background image
TÍSKA
80
81
fyrir vinnu, eða eru þetta spariskór.? Ef þú ert
að velja þér vinnuskó ætti hællinn ekki að vera
hærri en 4 cm og hann ætti að vera breiður. Mjór
hæll veitir lítinn stuðning, jafnvel þótt hann geti
verið flottur.
Mátið báða skóna. Miklu máli skiptir að báðir séu
þægilegir. Mjög margar konur eru með annan
fótinn stærri en hinn. Ef annar fótur er stærri en
hinn er rétt að velja stærð sem er passleg fyrir
þann stærri.
Chie Mihara, nýja skómerkið í Dutyfree Fashion,
hannar þægilega háhælaða skó. En það eru
ekki allir skór sem eru jafn þægilegir þótt þeir
séu fallegir. Ef þeir eru of harðir, prófaðu að
heimsækja skósmið og fáðu þér gelpúða sem ná
yfir botninn, ekki bara litla púða fyrir tábergið.
Eins skaltu passa að það sé stuðningur við
fæturna og að þeir séu ekki of sleipir. Ef skór veita
ekki stuðning getur það valdið tognunum og
ökklabrotum og ekki göngum við í háhæluðum
með gifs og á hækjum. Það er lítið sexý við þá
sýn.
Best er að kaupa skó seinnihluta dags eða að
kvöldi. Fæturnir bólgna yfir daginn. Skór sem
passa að morgni geta þess vegna verið of litlir
að kvöldi.
Ekki kaupa skó með það í huga að þeir lagi sig
að fætinum. Skór eiga að vera þægilegir þegar
þeir eru mátaðir. Leðurskór gefa auðvitað alltaf
eitthvað eftir, en að ganga skó það mikið til að
það skili þér fótasárum er ekki sniðug lausn,
jafnvel þótt þú hafir fengið parið á útsölu.
Ef háir hælar eru það sem þú ert að leita eftir þá
skaltu hafa þessi atriði hér að ofan í huga. Svo
er bara að æfa sig heima að ganga á hælunum.
Ef það gengur ekki þá eru til fallegir flatbotna
skór frá Chie Mihara í Dutyfree Fashion, nú eða
Wedge skór frá KronKron sem margar konur
fullyrða að séu mun betri en hælaskór.
Háir hælar eru punkturinn yfir dressið!
ÞVÍ mIÐUR, ÞEIR
ERU EKKI TIL
Í ÞÍnU nÚmERI ...
En ÞEIR VÍKKa!
Dr. Dís gefur ráðleggingar.
Skór geta verið eins og listaverk. Það er unun að
horfa á fallega hannaða skó í öllum regnbogans
litum. Við vitum allar að háir hælar eru ekkert
sérstaklega góðir fyrir fæturna okkar og að við
ættum að nota þá í hófi. En þeir eru bara svo
fallegir að við viljum helst alltaf vera í þeim. Það
er fátt aðlaðandi við konu eða unglingsstúlkur
sem ekki kunna að ganga á hælum. Ég vorkenni
stundum unglingsdóttur minni og vinkonum
hennar sem ganga um í 15 cm hælum og ráða oft
ekkert við það. Tilgangurinn hjá okkur flestum
með að vera á háum hælum er að fá meira
aðlaðandi yfirbragð, að við séum glæsilegar og
berum okkur vel.
Mundu þó að það er ekkert smart við það að vera
í háum hælum ef þú kannt ekki að ganga á þeim.
Það má segja að það séu nokkur atriði sem
vert er að spá í áður en þú ferð og kaupir þér
skó. Númer eitt, tvö og þrjú er að finna réttu
stærðina.
Margar konur kvarta yfir því að finna aldrei
réttu stærðina. Það er svo skrýtið að konur
hafa tilhneigingu til þess að troða sér í of litla
skó. Ástæðan er sú að skóstærð virðist oft og
tíðum vera einhvers konar feimnismál. Man
ekki eftir að hafa heyrt um karlmann sem fór í
of litla skó. En hvað fær konur til þess að gera
slíkt? Ævintýrið um Öskubusku rifjast upp við
slíkar sögur, en of litlir skór munu bara skila þér
aumum tám og hælsæri í lok dags.
ÞaÐ ER FLEIRa En STÆRÐIn
SEm SKIPTIR mÁLI
Hver kannast ekki við að fara í skóbúð og biðja
um skó númer t.d. 38. Afgreiðslukonan fer
inn, kemur svo til baka stuttu síðar og segir,
því miður, en við eigum 36. Viltu máta!? Það
er afar sjaldgæft að það muni miklu á milli
skótegunda, þó getur það alltaf verið eitt númer
til eða frá, en það má alltaf reyna að selja þér
slíka skó. Lykilatriðið er að velja rétta skóstærð.
Fæturnir lengjast og breikka með aldrinum, því
er skynsamlegt að láta mæla þá reglulega þó að
ekki þurfi að gera það í hvert sinn sem nýir skór
eru keyptir.
En ekki treysta eingöngu á að skóstærðin sé rétt.
Þegar skórnir eru mátaðir er rétt að standa upp
og ganga um og meta þannig hvort þeir passa.
Skóstærðir eru mismunandi eftir framleiðanda
og gerð.
Það borgar sig líka að hafa hælana ekki of
háa, jafnvel þótt þetta séu fallegustu skór sem
þú hefur séð. En háir hælar fyrir þig eru ekki
endilega háir fyrir mig. Það er mjög misjafnt
hvað konur kalla háa hæla. Sumar konur þrá
að vera nokkrum sentimetrum hærri en þær
eru og vilja því helst ganga á 10-16 cm háum
hælum alla daga. Aðrar fara ekki í hærri en 4
cm. Munið bara að velja hæð hæla af skynsemi.
Hvernig ætlar þú að nota skóna? Eru þetta skór