![]() Wolfenbüttel í Þýskalandi snemma á 8. ára- tug 19. aldar, tímabili sem einkenndist af umróti og breytingum. Öll Evrópa var í greipum iðn- væðingarinnar og fólk flutti í miklum mæli úr sveitum til borga. bær. Sögufræg timburhús og hlykkjótt sund þess tíma eru enn í dag hluti af bæjarmyndinni. Atvinnulíf Wolfenbüttel mótaðist í þá daga af landbúnaði og námuiðnaðinum í Harz héraði skammt frá - og þar sem var námurekstur var eftirspurn eftir ediki til að kæla grjót áður en það var numið. Árið 1878 ákvað því Wilhelm Mast að hefja sjálfstæðan rekstur edikverksmiðju. Önnur helsta iðja Wilhelm Mast var honum brennandi áhugamál: Hann stundaði viðskipti með eðalvín. Árið 1897 fæddist sonur Wilhelm Mast, Curt - maðurinn sem 37 árum síðar fann upp Jägermeister. Þegar faðir hans veiktist árið 1918 tók Curt Mast yfir rekstur fyrirtækisins. Curt Mast, sem þá var 21 árs gamall, gerði sér fljótt grein fyrir því að eitthvað yrði að breytast. Edikverksmiðjan hafði áður átt velgengni að fagna en stóð nú frammi fyrir erfiðri samkeppni, flest námufyrirtækin höfðu tekið í notkun ódýra- ra edik sem framleitt var í stórum stíl. Stuttu eftir þetta hætti Curt Mast alfarið edikframleiðslu og einbeitti sér að viðskiptum með vín. Á sama tíma hafði hann í hyggju að bæta við reksturinn. vína. Hann hafði prófað ýmsar blöndur í fjölda ára og í lítilli verslun sinni seldi hann einnig líkjöra með frumleg heiti á borð við ,,Brennandi ást". Framleiðsla brenndra drykkja varð sífellt mikil- vægari hluti litla fyrirtækisins. Það tók Curt Mast nokkurn tíma að finna réttu samsetninguna. Stundum var blandan ,,of sæt" eða ,,sítruskeim- urinn of veikur". Árið 1934 rann stundin hins vegar upp. Curt Mast hafði þróað drykk sem á næstu 75 árum átti eftir að verða vinsælasti jurtalíkjör heimsins: Jägermeister. 1935 og varð á næstu árum vinsæll líkjör. Á sama tíma jók Curt Mast við vöruúrval fyrirtækisins, með ávaxtalíkjörnum Schlehenfeuer, kaffilíkjörnum `Mocca Double', kúmensnaffsinum `Korn und Kimme' og `Boonekamp' bitter. Fram á sjöunda áratuginn var um víðtækt vöruúrval að ræða og bauð fyrirtækið stundum upp á fleiri en 20 mismunandi brennd vín og eðalvín. Þetta úrval var smám saman minnkað þar til einungis Schlehenfeuer og Jägermeister voru eftir. Enn í dag samanstendur öll vörulína Mast-Jäger- meister SE af þessum tveimur líkjörum. |