Chie Mihara fæddist í Brasilíu, lærði skóhönnun í New York en býr nú á Spáni, þar sem skórnir eru framleiddir. Hún leggur mikla áherslu á þægindi og gæði sem endurspeglast í skónum hennar. Chie Mihara skórnir komu í Fríhöfnina í lok febrúar á þessu ári og urðu strax mjög vinsælir.