![]() heitu afrísku sól vaxa hin dulúðugu Marula-tré. Engin slík tré hafa verið gróðursett af manna völdum og þau vaxa hvergi annars staðar í heiminum. Það er ein af ástæðum þess að Marula-tréð hefur frá örófi alda verið talið búa yfir töframætti. að Marula-ávöxturinn er gómsætur. Það er árlegur viðburður í febrúar, þegar ávöxturinn nær þroska og tekur á sig gullinn, að fílahjarðir streyma að til að njóta hins sæta og ljúffenga ávaxtar. Mennirnir hafa einnig notið ávaxtarins um aldabil og notað hann í jafnt sultur sem ástardrykki. Það er langt síðan menn gerðu sér grein fyrir heilnæmi Marula-ávaxtarins en hann er ríkur af margs kyns næringarefnum, svo sem C-vítamíni, kalki og magnesíum. Árið 1989 voru leyndardómar Marula-ávaxtarins fyrst nýttir til að framleiða Amarula Cream, sem nú er einn vinsælasti rjómalíkjör í heimi. ávöxtum, þeim bestu sem afríska sólin og slétturnar gefa af sér. Hvergi nær Marula sömu hæðum og í norðausturhluta Suður-Afríku og þá sérstaklega í Limpopo héraði. Ávextirnir eru handtíndir sem tryggir jafnt að ávextirnir verða ekki fyrir hnjaski sem og að trén laskast ekki við uppskeruna. Mikil áhersla er lögð á að sýna náttúrunni og gróðurlífi svæðisins virðingu við uppskeruna. maukaðir, látnir gerjast og loks eimaðir hægt og varfærnislega í eimingartækjum úr kopar. Þetta ferli þjappar saman bragð ávaxtarins. Hinn einstaki Marulaspíri er að því búnu geymdur í tvö ár í litlum frönskum eikartunnum. Þetta ferli minnir því um margt á framleiðslu gæðavína og rétt eins og um gott vín væri að ræða verður vökvinn bragðmeiri eftir því sem árin líða. Þegar hann hefur lokið dvöl sinni á tunnum er spírinn blandaður rjóma. bragðhreinum rjómalíkjör með unaðslegu bragði af súkkulaði, vanillu, kaffi og vott af sítrus. Og umfram allt annað auðvitað bragði af Marulaávextinum sjálfum. Það er engin tilviljum að Amarula Cream er jafnvinsæll drykkur um allan heim og raun ber vitni. Hægt er að finna Amarula Cream í rúmlega 100 löndum. Prófið t.d. Amarula á klaka í góðum félagsskap og upp- lifið leyndardóma Afríku. |