14 -- Jól
hvaÐ áttu aÐ GEfa
konunni þinni í JÓlaGJöf?
10 góð ráð
Heimild: Eva hjá www.tiska.is
M
örgum karlmönnum finnst
erfitt að finna jólagjöf fyrir konuna
sína. Til er saga (sönn) af einum sem
gaf konunni sinni saumavél ein jólin.
Það kom á daginn að konan kunni
ekki að sauma og hafði lítinn áhuga
á saumaskap og því sem honum
tengist. En svo vel vildi til að hún var
(enn) yfir sig ástfangin af manninum
sínum, þakkaði hjartanlega fyrir
sig, kom vélinni vandlega fyrir úti
í bílskúr og þar var hún allt næsta
ár í sallafínu ástandi, eins og beint
úr kassanum. Með öðrum orðum
óhreyfð. Næstu jól var þessi sami
maður staddur í miðbænum á
Þorláksmessukvöldi ásamt vinum
sínum er þeir fara að ræða hvað
þeir hafi keypt handa eiginkonum
sínum, og hann svarar að bragði og
býsna ánægður með sig: Saumavél!
,,Já, en þú keyptir saumavél handa
henni í fyrra," datt þá út úr einum
félaga hans. Upphófust þá miklar
vangaveltur um það hvernig hægt
væri að redda jólagjöf handa
eiginkonunni, þetta var kortér í jól
og allar verslanir lokaðar, en svo
heppilega vildi til að einn félaginn
var verslunareigandi og gat reddað
honum hljómflutningsgræjum, þarna
klukkan að ganga þrjú aðfaranótt
aðfangadags.
Hér koma nokkur ráð til eiginmanna
í vanda:
1. Spurðu konuna þína hvað hana
langi mest í í jólagjöf. Best er að
fá upp úr henni nokkra möguleika.
Rannsóknir sýna að konurnar eru
hamingjusamastar þegar þær fá gjöf
sem þær langar í. Fattiði? Samanber
hið fornkveðna: ,,Hamingjusamt víf,
vísa á gott líf."
2. Ef hún er ein af þessum hógværu
sem vill ekki vita og segist ekki vilja
neitt, skaltu ALLS EKKI gefa henni
,,ekki neitt" því það er í 101% tilvikum
tómt bull, því við viljum allar fá gjafir.
3. Ekki geyma að kaupa handa
henni gjöfina þangað til korter í jól
eða seint á Þorláksmessu, því þá áttu
á hættu að almennilegar og vinsælar
vörur séu uppseldar, vinsælustu
númerin búin og þú endar með gjöf
sem passar ekki eða fellur ekki í
kramið.
4. Ekki kaupa handa henni föt
nema að þú vitir stærðina. Það er
mjög pínlegt að gefa henni fallega
dragt frá útlöndum og hún reynist
svo fjórum númerum of lítil.
5. Ekki gefa henni heimilistæki
nema þau séu á óskalistanum.
Hvaða konu langar í alhliða ryksugu
eða bónvél í jólagjöf? Eiginmaður
af eldri kynslóð gaf eiginkonu sinni
vararafstöð í jólagjöf ein jólin. Hann
var að tryggja að hinni heimavinnandi
eiginkonu félli örugglega aldrei
verk úr hendi, eitt andartak, þannig
að ef rafmagn hins opinbera færi
skyndilega, t.d. í miðjum kökubakstri,
gæti hún skellt vararafmagninu í
gang.
6. Þú ert alltaf nokkuð
öruggur með skartgrip. Hafið
hugfast það sem Marylin
Monroe sagði: ,,Diamonds are
a girl's best friend."
7. Yfirhafnir eru vinsælar
gjafir hjá konum og alveg
klárt að það virkar einhvern
veginn betur að fá kápu
en t.d. peysu. Dutyfree
Fashion er með mikið og gott úrval
af yfirhöfnum frá Burberry, Boss og
Farmers Market.
8. Skelltu skónum hennar út í
glugga aðfaranótt aðfangadags
og komdu henni á óvart með smá
fyrirframpakka. Stelpur elska
svoleiðis.
9. Allar gjafir sem ,,passa", eru
,,viðeigandi" eða bera vott um með
einhverjum hætti að einhver hugsun
og jafnvel lítilsháttar vinna verið lögð
í þær, eru pottþéttar. Þær sýna að þú
þekkir konuna þína (eða hefur a.m.k.
kynnt þér hvernig flókinn hugur
konunnar virkar, enda þótt þú botnir
ekkert í því).
10. Að síðustu: Ekki stressa þig
of mikið það er auðvitað undir
þér komið hvað þú gefur og ef hún
elskar þig af öllu hjarta verður hún
örugglega glöð með að fá saumavél
tvö ár í röð.
Finna má alls konar hugmyndir að
gjöfum handa dömunni í blaðinu,
ilmvatnsgjafakassar, snyrtivörusett
og fleira úr Fríhöfninni, töskur,
fatnaður og skór úr Dutyfree Fashion,
svo eitthvað sé nefnt.
Kápa og veski: Boss
Klútur: Hendrikka Waage
Módel: Lilja Gunnarsdóttir
Stílisti, hár & Make-up:
Steinunn Markúsdóttir
Ljósmynd: Óli Haukur/OZZO