hvaÐ áttu aÐ GEfa
honum í JÓlaGJöf?
7 ráð
20 -- Jól
E
rtu í vandræðum með hvað á að
gefa honum í jólagjöf, manninum
sem á allt og þarf ekki neitt? Ekki
örvænta, hér eru nokkur ráð sem
ættu að hjálpa þér:
1. Karlmenn vilja eitthvað sem þeir
geta alltaf notað, eitthvað praktískt
sem þeir skammast sín ekki fyrir eða
geta ekki beðið eftir að sýna vinum
sínum. Hljómar kannski flókið en er í
raun mjög einfalt. Hver eru áhugamál
hans? Ef hann er íþróttafíkill, þá er
góð hugmynd að gefa honum nýjasta
búninginn hjá uppáhaldsliðinu hans
en til að gera gjöfina framúrskarandi
gefurðu honum miða á leik með.
Miðar á leik í ensku úrvalsdeildinni
eða NBA geta oft verið dýrir en það
sagði enginn að það mætti ekki gefa
miða á leiki hér heima, árskort á
leiki hjá uppáhalds íslenska liðinu
hans eða reyna að fá miða á leiki hjá
íslenska fótboltalandsliðinu. Það
gæti reyndar þýtt að þurfa að vakna
um miðja nótt til að ná miða en hvað
gerir maður ekki fyrir elskuna sína?
2. Þú þarft ekki að gefa honum
eina ,,stóra" gjöf, það getur stundum
verið of mikil pressa, hvað ef hann
fílar þetta ekki? o.s.frv. Gefðu honum
frekar margar ,,litlar" gjafir sem þú
veist að hann getur notað, öll pressan
farin, líkurnar á að þú hittir í mark eru
yfirgnæfandi.
3. Vertu alltaf á varðbergi,
punktaðu niður þegar hann minnist á
eitthvað sem hann langar í, þó að það
sé júní þá langar hann væntanlega
ennþá í þetta í desember. Það er
kannski aðeins of seint að nýta sér
þetta ráð fyrir þessi jól en það koma
jól eftir þessi jól ;)
4. Ekki kaupa eitthvað sem ÞÚ vilt
að hann noti, keyptu eitthvað sem
HANN vill nota.
5. Ef þú vilt vera hnyttin þá er
alltaf hægt að taka Joey í Friends til
fyrirmyndar en hann gaf kærustunni
sinni eitt sinn gjafabréf fyrir
klukkustund af Joey-ást.
6. Síðan er gott ráð að einfaldlega
spyrja manninn í lífi þínu hvað hann
langar í, svarið hans gæti komið þér á
óvart og þú búin að hafa áhyggjur út
af engu.
7. Að lokum ekki fá stresskast út
af þessu, andaðu rólega og mundu af
hverju við erum að gefa jólagjafir, ef
það skín í gegn í gjöfinni þá mun hún
slá í gegn.
Finna má alls konar hugmyndir að
gjöfum handa honum í blaðinu,
t.d. fylgihlutir, skór og fatnaður úr
Dutyfree Fashion, rakspírasett,
herrasnyrtivörusett og flottar
vínflöskur úr Fríhöfninni.
Skyrta: Huginn Muninn
Módel: Árni Þór Ármannsson
Stílisti, hár & Make-up:
Steinunn Markúsdóttir
Ljósmynd: Óli Haukur/OZZO