background image
4
áfengi
46 -- Jól
Gjafapakkning aðeins fáanleg í Fríhafnarversluninni
Stella Artois dregur nafn sitt af jólastjörnunni og var upphaflega
brugguð sem jólagjöf til bæjarbúa Leuven í Belgíu þar sem Stella
hefur verið brugguð öldum saman.
Gylltur lager sem mótvægi við það dökka öl sem var allsráðandi á
þessum tíma. Þessi gyllti litur hefur svo séð um að lýsa upp
hátíðirnar fyrir margar kynslóðir upp frá því.
,,Artois" er svo virðingarvottur við Sebastian Artois,
fyrrum bruggmeistara og eiganda brugghússins.
upphaflega bruggaður sem
jólabjór
jÓlaGull
Jólagull í ár er millidökkt öl með
rauðbrúnum tón, fjölmörgum
bjórunnendum til mikillar gleði. Froðan er í
samræmi við bruggaðferðina, þétt og örlítið
brúnleit. Ölið er ljúft og fersk, þurrhumlað
með East Kent Goldings-humlum sem
ásamt ölgerinu gefa ríkan ávaxtakeim
með ögn af appelsínu og mynda fullkomið
jafnvægi við milda beiskjuna, ákveðna sætu
með ögn af ristun og lakkrís.
eGIls malT jÓlaBjÓr
Egils Malt jólabjórinn á ættir að rekja til
hinnar sígildu þýsku Dunkelættar en er
aukreitis nátengdur gamla góða Maltinu
­ sem gefur hraustlegt og gott útlit!
Þess vegna passar Egils Malt jólabjór
meðal annars vel við sætu kartöflurnar
á kalkúnadiskinum, súkkulaði créme
brulée og í staðinn fyrir glöggið með
piparkökunum.
Thule jÓlaBjÓr
Thule vörumerkið er vel þekkt fyrir
bragðgóðan bjór og mikla gleði. Í ár er
20 ára afmæli Thule í núverandi mynd
og því þótti við hæfi að koma Thule
jólabjór á markað. Thule sker sig frá
öðrum jólabjórum með því að vera örlítið
skemmtilegri á bragðið. Thule jólabjór er
millidökkur gæðabjór með góða fyllingu.
Í bragði má finna karamellu, súkkulaði
og vott af lakkrís í eftirbragðinu ­ algjört
nammi.