40 -- Jól
E
ins og flestum er kunnugt
spilar Aron með Cardiff í ensku
úrvalsdeildinni og er fyrirliði íslenska
landsliðsins í knattspyrnu sem
er, þegar þetta er skrifað tveimur
leikjum frá því að brjóta blað í
knattspyrnusögu Íslands með því
að komast á heimsmeistaramótið
í Brasilíu næsta sumar. Þannig
að jólin og jólaundirbúningur eru
kannski ekki efst í huga Arons þessa
dagana enda stærstu leikir íslenskrar
knattspyrnusögu framundan en hann
gaf sér engu að síður tíma og fór
aðeins yfir jólaundirbúninginn á hans
heimili.
1. Hvernig eru hefðbundin jól hjá
þér?
Mjög misjöfn eftir því hvar er verið
að spila hverju sinni, hvort það sé
útileikur eða heimaleikur en í ár
eigum við leik annan í jólum. Sem
betur fer verður hann á heimavelli
þannig að við ferðumst ekki á jóladag
á hótel daginn fyrir leik. Þannig að
jólin í ár verða í faðmi fjölskyldunnar
sem sér sér fært að koma í heimsókn
til mín og halda upp á hátíðirnar
saman. Svo er bónus fyrir þau að
geta farið á leiki í leiðinni.
2. Hvað er í matinn á aðfangadag?
Hamborgarhryggur.
3. Færðu eitthvað sent frá Íslandi
sem ekki er hægt að vera án á
jólunum?
Já, eins og ég segi þá kemur
fjölskyldan í heimsókn og kemur
með allt með sér, eins og jólaöl,
hamborgarhrygginn og smákökurnar.
Það er mjög mikilvægt að reyna að
halda í hefðirnar þó maður haldi ekki
jólin heima.
4. Nú er lítið um jólafrí í ensku
úrvalsdeildinni, gerið liðið
eitthvað saman yfir hátíðarnar?
Nei, menn reyna forðast það. Erum
mestmegnis saman allt tímabilið
þannig að allir liðsfélagarnir reyna
eyða tímanum með fjölskyldu og
vinum þegar þeir geta og sérstaklega
yfir hátíðirnar.
5. Eftirminnilegasta jólagjöfin?
Ég hef fengið þær nokkrar en það
sem stendur alltaf upp úr hjá mér
er eitthvað persónulegt, eins og
myndir af okkur systkinunum þegar
við vorum yngri rammaðar inn eða
eitthvað svona persónulegt á bak
við gjöfina. Mínar gjafir þurfa ekki að
vera dýrar eða neitt, það er hugsunin
á bak við hana sem skiptir mestu
máli.
6. Hvað er það sem umfram annað
myndar jólastemminguna hjá þér,
m.ö.o hvað er það sem segir þér
að jólin séu komin?
Það var náttúrulega þegar ég var
yngri þegar við fjölskyldan fórum
saman að versla jólagjafir og fleira en
eftir að ég flutti út þá hef ég einhvern
veginn aldrei pælt í því hvað kemur
mér i jólastemmninguna.
7. Hvað keyptir þú síðast í þegar
þú fórst um flugvöllinn?
Eitthvað krem úr Blue Lagoon
búðinni ásamt því að koma við í Duty
Free/Fríhöfninni og grípa íslenskt
nammi með, já og hamborgarasósu
úr Inspired by Iceland.
íþrÓttaJÓl
aron einar gunnarson
Mynd: www.640.is
Peysa, skyrta og taska: Boss
Módel: Árni Þór Ármannsson
Stílisti, hár & Make-up: Steinunn
Markúsdóttir
Ljósmynd: Óli Haukur/OZZO