background image
1
4 -- Jól
Jól -- 5
um fríhöfnina
N
ei hættu nú, eru aftur að koma jól? Hvernig stendur
á því að árið líður svona hratt? Við erum nýbúin að taka
niður tréð, er það ekki? Og seríurnar, þær eru enn úti á
svölum.
Jólin, jólin, jólin koma brátt,
jólaskapið kemur smátt og smátt ...
Ólíkt ofankomunni á landinu norðan- og austanverðu,
þá vantar enn snjóinn á suðvesturhornið. Það er svo
erfitt að ímynda sér jólin án hans. En hann kemur,
ég er ekki í neinum vafa um það, bara spurning um
rétta tímasetningu til þess að vera undirbúin fyrir
stemninguna. Ég sé þetta einhvern veginn allt fyrir mér,
eins og ljúfa æskuminningu. Skautar og skjólfatnaður,
snjókarlar og lopavettlingar. Englar í brekkum og galsi í
hópnum.
Snjórinn fellur flygsum í
nú fagna litlu börnin því ...
Verslanir eru farnar að huga að skreytingum, ein og ein
gluggaskreyting farin að sjást í heimahúsi, bæjarfélögin
sum hver búin að kveikja á skreytingum á torgum og
jólabækurnar að koma sjóðheitar úr prentun. Lögin
farin að hljóma á sumum útvarpsstöðvunum og
auglýsingarnar farnar að bera þess keim að það styttist
í jólin. Það hyllir undir hátíð ljóss og friðar, gleði og
samverustunda með okkar nánustu.
Hæ hó og jólabjöllurnar
þær óma alls staðar
svo undur hljómfagrar ...
Jólahlaðborðin vinsælli en nokkru sinni fyrr, munið
að bóka því það komust færri að en vildu í fyrra.
Jólatónleikarnir munu hljóma í ,,Hörpum" landsins og
kirkjum á næstunni. Koma okkur í hátíðarskap. Fullorðnu
börnin munu flykkjast að utan, heim í jólafríið sitt, leggja
námsbókunum í stutta stund og njóta samvista með
fjölskyldunni. Leggjast upp í sófa og lesa aðrar bækur,
JÓlafiÐrinGur
ásta dís óladóttir, framkvæmdastjóri
á náttfötunum við kertaljós. Kósí tímar! Það styttist í
faðmlagið, brosið og birtuna sem af þeim stafar.
Hæ hó og jólagjafirnar
þær eru undarlega lokkandi
svo óskaplega spennandi ...
Ég er svo mikið jólabarn í mér. Hlakka óendanlega til
þessa tíma. Það eykur á ánægjuna að vera afmælisbarn
snemma í desember. Mitt í öllum undirbúningnum,
tvöföld ánægja. Ábætir á smákökubaksturinn og skriftir
jólakveðja, til fjölskyldu, vina og samstarfsmanna. Eldur í
arninum og rökkur í ró.
Hæ hó og jólasveinarnir
svo feikna fjörugir
og flestir gjafmildir.
Hæ hó og jólakökurnar
þær eru blátt áfram það besta sem ég fæ ...
Undirbúningur jólanna er löngu hafinn í Fríhöfninni. Það
taka allir þátt í umgjörðinni og leggja sitt af mörkum. Það
er markmið okkar sem þar störfum að allir finni eitthvað
við sitt hæfi. Í þessu sérstaka jólablaði okkar, sem nú
kemur út í fyrsta sinn, er að finna fjölmargar hugmyndir
að jólagjöfum og við auðveldum ykkur leitina að gjöfinni.
Það skiptir engu hvort þú ert að leita að gjöf handa
henni, gjöfinni handa honum, gjöfinni handa afa og
ömmu, eða gjöfinni fyrir barnið eða unglinginn, þú finnur
eitthvað við allra hæfi. Sjaldan eða aldrei hefur verið
eins fjölbreytt vöruúrval í verslunum okkar, sama hvert
litið er, og verðið er hagkvæmt. Við heyrum því fleygt
að í Fríhöfninni þyki ferðamönnunum skemmtilegast að
versla.
Fyrir hönd Fríhafnarinnar þá óska ég þér og þínum
gleðilegrar hátíðar.