background image
Svona stillirðu læsinguna:
1. Ýttu á Menu-hnappinn á fjarstýringunni til að opna
sjónvarpsviðmótið.
2. Ýttu aftur á Menu til að komast í aðalvalmyndina, notaðu
örvahnappinn til að velja ,,Stillingar" og ýttu á ,,OK".
3. Flettu niður valmyndina að ,,Læsingar" og ýttu á ,,OK".
4. Í valmyndinni sem opnast stillir þú læsingarnar. Efst í
valmöguleikunum getur þú breytt sjálfgefna lykilorðinu sem
er 1234. Ef þú vilt breyta lykilorðinu þarftu að slá inn núverandi
lykilorð og síðan slærðu inn nýja lykilorðið tvisvar.
Í næsta valmöguleika skiptir þú milli þess að kveikja á læsingunni eða
slökkva á henni. Þar eru 9 mismunandi læsingaflokkar. Hægt er er að
læsa á efni eftir aldri barnsins (bannað innan 7, 10, 12, 14, 16 og 18 ára).
Einnig er hægt að leyfa eingöngu leigu á efni sem kostar 0 kr.
Neðst er síðan hægt að velja hvort læst sé á erótískar sjónvarpsstöðvar
með lykilorði eða ekki.
Eftir að læsingaflokkar eru virkjaðir er alltaf spurt um lykilorð ef umboðið
efni fellur innan læsingar, sem tryggir örugga notkun barna á Leigunni.
Taktu þátt í stemmningunni
Þegar gott tilefni gefst setjum við upp stemmningsflokka í Leigunni
í Vodafone Sjónvarpi sem tengjast árstímanum eða ákveðnum
hátíðahöldum. Á næstunni munum við til að mynda bjóða upp
á sérstaka hrekkjavökustemmningu seinni hluta októbers. Þá
bjóðum við sérstakt úrval krassandi hryllingsmynda sem eiga vel við
hrekkjavökuhátíðina. Þetta eru myndir á borð við The Frighteners,
Red Dragon, The Unborn, The Wolfman, Edward Scissorhands, hina
glænýju Evil Dead og hina klassísku Friday the Thirteenth svo einhverjar
séu nefndar. Að sjálfsögðu verða þær á frábæru tilboðsverði í anda
stemmningarinnar.
Öryggið
í fyrirrúmi
Með einföldum hætti getur þú tryggt að börnin þín sjái eingöngu efni við hæfi í Vodafone
sjónvarpi. Hægt er að læsa völdum hlutum eða öllu efni Leigunnar með lykilorði að eigin vali.
Jólastemmningin mun svo að sjálfsögðu taka við í desember. Þá verður
Leigan sneysafull af allskyns jólamyndum og jólaþáttum fyrir alla
fjölskylduna. Sem dæmi má nefna Disney's A Christmas Carol, The
Muppet Christmas Carol, The Nightmare before Chrismas, The Santa
Clause, Diego bjargar jólunum, Christmas Vacation og fjölmargar fleiri
myndir á jólaverði sem enginn má láta framhjá sér fara.
Þessu til viðbótar standa viðskiptavinum Vodafone að sjálfsögðu ávallt
þúsundir annarra kvikmynda til boða, bæði nýjar myndir og klassískar.
Frelsisefni sjónvarpsstöðvanna er á sínum stað, fjölbreytt úrval
sjónvarpsþátta og svo mætti lengi telja. Skoðaðu úrvalið með því að ýta
á Menu-takkann á fjarstýringunni!
29
vodafone | Vetur 2013