lífi okkar til hins betra. Þær efla samskipti, auka framleiðni og gera lífið skemmtilegra. Þessum breytingum fylgja þó skuggahliðar sem okkur ber að hafa í huga, sérstaklega þegar kemur að því að vernda börnin okkar og unglingana. Þau eru að fóta sig í heimi sem getur stundum verið harður og óhugnanlegur með tækni sem er svo ný af nálinni að foreldrarnir kunna stundum minna á hana en börnin. að aðstoða börnin okkar við að nota tæknina á skynsamlegan máta, lágmarka hættuna á að þau fái aðgang að óæskilegu efni og tryggja að utanaðkomandi aðilar geti ekki nýtt sér tæknina til að valda þeim skaða. þetta verkefni. Þess vegna höfum við tekið höndum saman með samtökunum Heimili og skóli og SAFT við að safna saman mikilvægum ráðum til að tryggja örugg og góð samskipti. Vodafone Guardian fyrir Android síma, sem gerir foreldrum kleift að setja reglur um snjallsímanotkun barna sinna. Með Vodafone Guardian má skilyrða notkun þannig að hún sé innan skynsamlegra marka, loka á að utanaðkomandi aðilar séu í sambandi við barnið og margt fleira sem eykur öryggi snjallsímanotkunarinnar. Vodafone Guardian er í boði fyrir alla Íslendinga og við bindum miklar vonir við að appið nýtist foreldrum vel til að aðstoða börn sín við að stíga fyrstu skrefin í að nýta sér snjallsímatæknina. langflestum tilvikum bæta nýjungarnar lífið og auðvelda okkur að eiga í góðum samskiptum. Með réttu tólunum, ábyrgri hegðun og skynsamlegu uppeldi getur okkur tekist í sameiningu að hjálpa ungu kynslóðinni að nýta sér kosti tækninýjunganna og forðast hætturnar. 06 08 09 10 23 24 25 28 |