background image
vodafone
| Vetur 2013
17
Áhyggjulaus áskrift
með aðstoð Vodafone
Guardian
Svona setur þú upp
áhyggjulausa áskrift
1. Gakktu úr skugga um að símanúmer
fjölskyldumeðlima með sama
lögheimili séu hjá Vodafone.
2. Útvegaðu barninu Android-síma.
3. Pantaðu Vodafone farsímaáskrift
fyrir barnið.
4. Settu Vodafone Guardian upp á
símanum (sjá bls. 4 og 5).
5. Stilltu Guardian þannig að einungis
sé hægt að hringja í símanúmer
fjölskyldumeðlima með sama
lögheimili. Slökktu á netnotkun til að
koma í veg fyrir að aukakostnaður
myndist vegna netnotkunar.
Athugið að ekki er hægt að koma í veg fyrir SMS-sendingar úr
símanum með Vodafone Guardian. Því mun viðbótarkostnaður
myndast ef barnið sendir fleiri SMS í mánuði en innifalin eru í
farsímaáskriftinni.
Með því er átt við að með réttum stillingum í Vodafone Guardian getur barnið
verið með farsímaáskrift og hringt fyrir 0 kr. innan fjölskyldu og um leið verið
öruggt um að símreikningurinn haldist innan skynsamlegra marka.
Kosturinn við að barnið sé með áskrift í stað frelsis er að með farsímaáskriftinni
fylgir Öryggisnet fjölskyldunnar, sem tryggir að ef innifaldar mínútur í
áskriftinni klárast er hringt fyrir 0 kr. á mínútu innan fjölskyldunnar. Þannig þarf
ekki að hafa áhyggjur af því að inneignin klárist eins og getur komið fyrir hjá
þeim sem eru með frelsi ­ barnið getur alltaf hringt í foreldra eða systkini án
aukakostnaðar.
Farsímaáskrift virkar venjulega þannig að ef innifaldar mínútur klárast tekur
við hefðbundin gjaldskrá og þannig geta símreikningar verið mismunandi eftir
notkun. Með Vodafone Guardian er hægt að koma í veg fyrir þetta. Tvennt þarf
til, annars vegar að símanúmer þeirra sem hringt er í séu með sama lögheimili
og barnið og hins vegar að númerin séu hjá Vodafone. Forráðamaður getur
með Vodafone Guardian leyft eingöngu símtöl í númer innan fjölskyldunnar
og þannig takmarkað símtöl sem gjaldfært er fyrir. Að sjálfsögðu er
forráðamanni í sjálfsvald sett að bæta öðrum númerum við leyfileg númer.
Hjá Vodafone virkar farsímaáskrift þannig að keyptur er pakki með inniföldum
mínútum, t.d. Vodafone 20 eða Vodafone 100. Ef innifaldar mínútur klárast er
greitt fyrir símtöl utan fjölskyldunnar samkvæmt gjaldskrá okkar.
Með Vodafone Guardian appinu er ekki einungis
hægt að koma í veg fyrir að barnið nálgist
óæskilegt efni eða verði fyrir áreiti gegnum
símann ­ heldur getur appið líka nýst til að tryggja
áhyggjulausa farsímaáskrift.