unglingi að spranga eftirlitlausum ekki, því þá værir þú að bregðast skyldum þínum sem foreldri. En hvað um netið? Eitt sinn var rætt um mikilvægi þess að hafa heimilistölvuna í opnu rými þannig að hægt væri að fylgjast betur með netnotkun barna og unglinga. Nú er þetta liðin tíð þar sem tölvur eru orðnar mun hreyfanlegri fyrirbæri. Flestir símar eru líka litlar tölvur þar sem hægt er að tengjast netinu og vafra um. Spjaldtölvur og farsímar eru einnig mjög hreyfanleg tæki og því hægt að vera tengdur nánast öllum stundum ef vilji og nettenging eru fyrir hendi. Hvað er þá hægt að gera til að koma í veg fyrir of mikla netnotkun? Til dæmis seint um kvöld eða á nóttunni þegar börn þurfa að hvílast fyrir skólann og önnur verkefni morgundagsins? Svarið er einfalt. Setja reglur og framfylgja þeim. virða útivistartíma barna og unglinga. Í barnaverndarlögum er kveðið á um útivistartíma barna. Þar kemur fram að börn 12 ára og yngri mega ekki vera á almannafæri eftir kl 20.00 nema í fylgd með fullorðnum. Börn á aldrinum 13 til 16 ára skulu ekki vera á almannafæri eftir klukkan 22.00, enda séu þau ekki á heimferð frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu. Á tímabilinu 1. maí til 1. september lengist útivistartími barna um tvær klukkustundir. Hví ekki að hafa einnig rafrænan útivistartíma? Vissulega er erfitt að festa hann í lög en foreldrar geta ákveðið hvaða mörk þeir vilja setja og einnig á milli þannig að foreldrar hafi stuðning hver af öðrum. útivistartíma. Til dæmis þurfa börn góðan svefn og einnig getur lýsingin frá tölvuskjá skömmu fyrir háttatíma truflað nætursvefninn. Oft er rætt um að viðmiðið sé að hætta tölvunotkun um tveimur tímum fyrir áætlaðan svefntíma. Ef þetta er skýrt frá byrjun og reglurnar ræddar við börnin þegar þau fá tölvu eða snjallsíma verður ekkert til að þrasa um foreldrarnir ráða þessu og bera hag barnsins fyrir brjósti. Börn þurfa góða hvíld og það er ekki nauðsynlegt að hanga á netinu meirihluta sólarhringsins. Annars er netið að mörgu leyti jákvætt og nýta má tæknina til góðra verka. En mikilvægt er að leiðbeina börnum og unglingum, ræða við þau um netið, upplifa netið saman og kenna þeim að setja sér heilbrigð mörk og viðmið. Foreldrar þurfa að minnsta kosti að vita hvar barnið þeirra er á kvöldin. Heimilis og skóla landssamtaka foreldra |