verið starfrækt frá árinu 2009 unglingum á aldrinum 12 til 18 ára sem koma alls staðar að af landinu. Allir sem eru í ráðinu hafa áhuga á netinu og öllum þeim möguleikum sem það hefur upp á að bjóða og geta unnið með öðrum í því að gera netið að öruggari stað fyrir okkur öll. Ungmennaráðið aðstoðar við uppfærslu á heimasíðu SAFT og samfélagssíðum verkefnisins, kemur að hugmyndavinnu í tengslum við útgáfu á fræðsluefni um netið og nýmiðla stuðla megi að jákvæðri og öruggri netnotkun meðal barna og ungmenna. Ungmennin eru einnig ráðgefandi um hönnun og framkvæmd fræðslu- og vitundarvakningarherferða, sinna jafningjafræðslu og halda erindi á viðburðum á borð við Dag gegn einelti og á Alþjóðlega netöryggisdeginum. (16) að hún hafi gengið í Ungmennaráðið af því hana að fá tækifæri til þess að hafa áhrif á netið og taka þátt í skemmtilegu félagsstarfi: ,,Ungmennaráðið hefur áhrif, það kemur saman og segir hvað því finnst og ber það undir fullorðið fólk sem stjórnar og hefur áhrif. Við erum búin að semja alls konar jafningjafræðsluefni, taka þátt í málstofum og þingum. Ég er búin að fara á marga staði og fullt af krökkum finnst þetta spennandi og flott framtak hjá okkur. Það helsta sem brennur og hversu illa fer fyrir mörgum ungum krökkum." einnig þátt í alþjóðlegu samstarfi og í fyrra heimsóttu fulltrúar þess jafn ólíka staði og Svíþjóð og Aserbaídsjan. Í ár stendur til að ungmennaráðið sendi fulltrúa ásamt meðfylgjandi foreldri á Safer Internet Forum sem haldið verður í Brussel í október og ber yfirskriftina Better Internet with You(th). Þar munu evrópsk ungmenni ásamt foreldrum þeirra, kennurum, rannsakendum, löggæslu- og stefnumótunaraðilum og sérfræðingum innan tæknigeirans leiða saman hesta sína og takast á við ýmsar áskoranir á borð við hvernig hægt sé að gera netið að jákvæðum stað þar sem hlúð er að frumkvæði og sköpun og hvernig hægt sé að ljá ungu fólki þá rafrænu og borgaralegu hæfni sem þarf til að gera netið að betri stað. skóla og SAFT. |