background image
Við lifum á spennandi tímum. Farsímar eru ekki lengur bara notaðir til að
hringja og senda SMS - þeir eru orðnir nettengdar tölvur með endalausum
möguleikum. Snjallsímarnir hafa nú þegar komið í stað bóka, landakorta,
myndavéla, dagbóka og tónlistarspilara og munu á næstu árum taka til
viðbótar að sér hlutverk seðlaveskis og lykla svo eitthvað sé nefnt. Símarnir
verða jafnframt stöðugt öflugri, ódýrari og betur nettengdir.
Einn mikilvægasti þátturinn í að gera snjallsímana jafn fjölhæfa og raun
ber vitni eru ,,öppin" ­ forritin sem notuð eru í símunum. Öppin eru orðin
ótrúlega mörg ­ fjöldi iPhone og iPad appa var kominn yfir 900.000 í sumar
og þá er ótalinn fjöldi appa fyrir önnur stýrikerfi. Öppin geta verið allt frá
tölvuleikjum yfir í öpp sem hjálpa til við vinnuna, líkamsræktina, félagslífið og
svo mætti lengi telja.
Öppin fást í gegnum ,,verslun" í snjallsímanum, en hvert stýrikerfi hefur
sína eigin verslun. iPhone-símar sækja öpp í App Store, Android-símar nota
Play Store og Windows-símar nota Windows Phone Store. Öppin eru ýmist
ókeypis eða greiða þarf fyrir þau, jafnan upphæð á bilinu 100 til 1.000 kr.
Til að kaupa öpp þarf oftast að skrá greiðslukort í viðkomandi verslun, sem
síðan er gjaldfært á þegar öpp eru keypt. Sum ókeypis öpp bjóða síðan upp
á ýmsa þjónustu sem hægt er að kaupa í appinu sjálfu. Slíkt er t.d. algengt í
tölvuleikjum sem bjóða uppfærslur, ný borð eða aðrar stafrænar vörur sem
nýtast í leiknum og eru keyptar eru í gegnum viðkomandi app-verslun og er
þá gjaldfært á greiðslukortið.
Nú er svo komið að fjölmargir treysta snjallsímanum sínum fyrir miklu
magni persónulegra gagna, t.d. tölvupósti, myndum, vídeóum, tónlist og
svo mætti lengi telja. Öryggi þessara gagna skiptir okkur öll miklu máli.
Öryggisráð snjallsímans
1. Hvettu barnið til að passa símann sinn rétt eins og önnur
verðmæti á borð við tösku eða veski.
2. Sýndu barninu hvernig það stillir skjálæsingu símans og getur
varið hann með lykilorði.
3. Bentu því á að nota ekki mynstur til að aflæsa (þegar
fingurnum er strokið yfir símann eftir ákveðnu mynstri til að
aflæsa símanum) þar sem fita af fingrunum getur skilið eftir
augljóst merki um hvert mynstrið er.
4. Settu upp þjónustu sem getur læst og hreinsað gögn af
símanum ef hann týnist eða honum er stolið. Framleiðendur
helstu snjallsímastýrikerfa bjóða allir upp á slíka þjónustu
(Android Device Manager fyrir Android, Find My iPhone hjá Apple
og Find My Phone á Windows Phone 7).
5. Útskýrðu að það sé mikilvægt að sækja eingöngu öpp í
gegnum viðurkenndar app-verslanir þar sem öpp sem sótt eru
eftir öðrum leiðum geta verið sýkt af veirum eða opnað bakdyr
á símunum.
6. Ráðleggðu þeim að slökkva á eða takmarka möguleikann á að
aðrir geti ,,séð" símann þeirra gegnum Bluetooth eða WiFi.
7. Skráðu IMEI-númer símans (ýttu á *#06# eða leitaðu að því
undir rafhlöðu símans). Ef símanum er stolið verður þú að hafa
IMEI númerið til að geta kært málið til lögreglu.
8. Endurstilltu símann á verksmiðjustillingu (Factory reset) til að
hreinsa út allar upplýsingar og gagnareikninga barnsins ef það
selur símann eða gefur hann.
9. Farðu varlega ef þú færð ódýran síma frá vafasömum seljanda
í hendur. Slíkir símar gætu verið með uppsett forrit sem eru
sérhönnuð til að stela gögnum og senda til óprúttinna aðila.
10. Útskýrðu að með því að breyta símanum á einhvern hátt (oft
kallað ,,jail breaking") er hægt að skemma hann og opna leið fyrir
sýkt forrit inn á símann. Að auki ógildir það ábyrgð símans.
Öpp og öryggi
Leyfum unga fólkinu að nýta kosti snjallsímanna
en tryggjum jafnframt örugga notkun
vodafone
| Vetur 2013
10