background image
40 -- Júní
Júní -- 41
2
snyrtiVÖrUr
Húð
KarlManna
Hér eru snyrtifræðingarnir
frá Fjölbrautarskólanum
í Breiðholti, þær Bergljót
Stefánsdóttir og Sigurbjörg
Lilja Furrow, mættar aftur, nú
til að fræða okkur um húðhirðu
karlmanna.
Húð karlamanna er eins að
uppbyggingu og húð kvenna
nema að ytra lagið er þynnra
og innra lag þykkara sem
gerir það að verkum að húð
þeirra er ríkari af teygju- og
styrktarþráðunum kollageni
og elastíni. Þess vegna fá
karlmenn síður djúpar hrukkur
og húðin er stinnari, þéttari og
teygjanlegri fram eftir aldri.
Þar sem húð karlmanna hefur
þéttara háræðanet verður
efnaskiptaflutningur húðar
hraðari. Þeir fá skeggrót
og fitukirtlastarf semin er
örari vegna framleiðslu
karlhormónsins testósteróns,
fitu kirtlanir eru stærri og virkari
og því er húð karlmanna oft
feitari og opnari en húð kvenna
en vissulega geta þeir haft
hvaða húðgerð sem er. Vegna
skeggrótarinnar virkar húð
þeirra oft grófari.
Karlmenn þurfa jafnt og
konur að viðhalda heilbrigði
húðar og leiðrétta hin ýmsu
húðvandamál sem upp geta
komið. Mikil vakning hefur
orðið meðal karlmanna
um umhirðu húðar og hafa
snyrtivörumerki komið til móts
við ört stækkandi markað og
þróað sérstakar herralínur sem
höfða til karlmanna þar sem
þeir vilja oftast hafa vörurnar
karlmannlegar í útliti, einfaldar,
lyktarlitlar og þægilegar í
notkun. Kremin fyrir karlmenn
eru yfirleitt í túpum og
innihalda litla fitu og eru létt
og gelkennd þar sem húð
karlamanna er yfirleitt feitari en
húð kvenna. Þar sem kremin
eru létt ganga þau hraðar inn í
húðina. Fyrir karlmenn hentar
að nota daglega sápuhreinsa
sem skolaðir eru af með
vatni. Hægt er að raka sig
upp úr sápuhreinsinum, síðan
skal róa og sefa húðina eftir
rakstur með léttu rakaremi
með sólarvörn sem ætlað er
til daglegrar notkunar til að
gefa húðinni raka og verja hana
gegn veðri og sól.
Húðhirða karlmanna snýst að
miklu leyti um rakstur. Algengt
er að þeir noti sturtusápu í
andlitið, raki sig með raksápu
og setji síðan ekkert á húðina
eða jafnvel bara rakspíra.
Þetta getur valdið því að húðin
verður þurr, viðkvæm og litlar
rauðar bólur gera vart við
sig. Ýmis ráð geta hindrað
óþægindi sem þessi. Gott er að
mýkja húð og hár með olíu fyrir
rakstur. Volgt vatn er betra en
heitt, einnig að nota raksköfu
með beittu blaði frekar en
rafmagnsrakvél og raka með
hárvexti tvisvar á dag frekar
en einu sinni mjög þétt við
húðina. Eftir rakstur skal ávallt
bera á sig rakakrem (after
shave balm) sem hefur róandi
og sefandi áhrif. Forðast skal
að nota vörur sem innihalda
alkóhól á andlitið þar sem það
er svo þurrkandi. Ef bursti er
notaður skal skola hann vel
eftir notkun og láta hann þorna
því rakur bursti er gróðrarstía
fyrir bakteríur.