background image
,,Að geta verið á netinu erlendis án þess að eiga von á himinháum reikningi við heimkomuna
er algjör bylting fyrir ferðalanga," segir Hafdís Hrönn Reynisdóttir, vörustjóri farsíma á sölu-
og þjónustusviði Vodafone, um nýja þjónustu sem kallast Vodafone EuroTraveller. Fyrir það
er aðeins greitt daggjald, 690 krónur, fyrir þá daga sem síminn er notaður og eftir það er öll
notkun símans samkvæmt íslenskri gjaldskrá.
Stóri munurinn í þessu er að netnotkun í símanum verður mun ódýrari með Vodafone
EuroTraveller og getur sparnaðurinn með EuroTraveller í gagnamagni farið allt upp í 95%. Þar
með opnast í raun í fyrsta sinn á það að ferðalangar geti nýtt sér kosti snjallsímans á borð við
tölvupóst, netnotkun, kortanotkun, notkun samfélagsmiðla og margt fleira á ferðalaginu án
þess að hafa áhyggjur af himinháum reikningum.
Eins og sjá má af dæminu hér til hliðar eru íslensk fyrirtæki þegar farin að spara tugi þúsunda
króna með Vodafone EuroTraveller. Þetta er því einstök þjónusta fyrir fyrirtæki sem senda
starfsfólk reglulega í vinnuferðir til Evrópu. ,,Þeir sem eru á viðskiptaferðalagi geta notað
símann án þess að velta fyrir sér kostnaði. Hringd símtöl til Íslands og innan Vodafone
EuroTraveller landanna sem og SMS kosta viðskiptavini okkar jafn mikið og ef þeir væru staddir
á Íslandi. Það kostar okkar viðskiptavini ekkert að taka á móti símtölum en mesta byltingin er
verðið á gagnamagni," segir Hafdís.
Hafdís fagnar reglugerð ESB um verðþak á reiki en það þýðir að reikiverðin í ESB- og EES-
löndunum lækkuðu þann 1. júlí síðastliðinn. ,,Hins vegar er enn miklu ódýrara að vera í
Vodafone EuroTraveller heldur en á nýju verðskránni og er munurinn langmestur þegar kemur
að gagnamagnsverði. Gagnamagnið er enn allt að 94% ódýrara í Vodafone EuroTraveller en á
almennri reikiverðskrá."
Það kostar ekkert að skrá farsíma í áskrift í Vodafone EuroTraveller, en viðskiptastjóri fyrirtækis
getur skráð starfsfólk í þjónustuna með því að hafa samband við sinn tengilið hjá Vodafone eða
fyrirtækjaþjónustu í síma 599 9500.
Vodafone EuroTraveller er bylting ­ bæði fyrir viðskiptaferðalanga og þá sem
ferðast á eigin vegum. Með þessari nýju þjónustu frá Vodafone má lækka
símakostnaðinn á ferðalögum um Evrópu verulega og loksins er hægt að
nýta kosti snjallsímans til fullnustu.
Sparað með Vodafone
EuroTraveller
Raunveruleg dæmi af
íslensku fyrirtæki
Starfsmenn á
ferðalagi:
heildarfjöldi daga á
ferðalagi:
heildarsímkostnaður með
eurotraveller:
kostnaður ef notkun hefði
verið skv. almennri verðskrá:
sparnaður:
7
29
39.978 kr
89.458 kr.
49.480 kr.
55%
Áhyggjulaus í evrópu
Hafdís Hrönn Reynisdóttir, vörustjóri farsíma á sölu- og
þjónustusviði Vodafone
Notaðu netið í símanum áhyggjulaus:
Um 95% lækkun á 15 MB notkun
Notaðu netið í símanum áhyggjulaus:
Um 95% lækkun á 15 MB notkun
0 kr. fyrir móttekin símtöl
0 kr. fyrir móttekin símtöl
Aðeins 690 kr. daggjald
svo mínútuverðið heima
Aðeins 690 kr. daggjald
svo mínútuverðið heima
Vodafone
EuroTraveller
Áhyggjulausar viðskiptaferðir í Evrópu.
Aðeins 690 kr. daggjald og svo
íslensk verðskrá eftir það.
Vodafone
Góð samskipti bæta lífið
vodafone
| Vetur 2013
8