background image
Margir telja að M2M verði einn af helstu vaxtarbroddum tækniþróunar á
fjarskiptamarkaði á komandi árum.
M
2M stendur fyrir Machine to Machine, sem er tækni sem gerir
tækjum kleift að eiga bein samskipti sín á milli. Með þeim
hætti er hægt að auka verulega sjálfvirkni á ýmsum sviðum, hvort
heldur sem er í atvinnulífinu eða á heimilinu.
M2M á Íslandi
Hér á landi hefur M2M m.a. verið notað til að halda utan um
staðsetningar bílaflota og er Rauntímakort Strætó, sem margir
þekkja, gott dæmi um birtingarmynd M2M-kerfis. Vodafone á
Íslandi hefur mikla reynslu af uppsetningu og þjónustu við M2M-
kerfi bæði hér á landi og erlendis. Þar njótum við einnig góðs af
þekkingu og þéttriðnu fjarskiptaneti Vodafone samsteypunnar á
heimsvísu og getum boðið upp á lausnir og þjónustu í samvinnu
við Vodafone erlendis.
Nýtist M2M í þínum rekstri?
M2M hefur verið í notkun í ýmsum myndum um nokkurt skeið
en verið í hraðri þróun vegna framfara í þráðlausum fjarskiptum
þar sem sífellt auðveldara og ódýrara er að tengja hluti við
farsímakerfið og nota það til að senda upplýsingar milli tækja.

Getur þitt fyrirtæki nýtt kosti M2M til að hagræða í rekstri og ná
forskoti í samkeppninni? Hafðu samband við þinn viðskiptastjóra
hjá Vodafone eða fyrirtækjaþjónustu okkar í síma 599-9500 og
kynntu þér kosti M2M hjá Vodafone.
Með M2M er hægt
að auka verulega
sjálfvirkni á ýmsum
sviðum, hvort
heldur sem er í
atvinnulífinu eða á
heimilinu.
REYNSLUSAGA
Sjálfvirkt gæðaeftirlit með M2
Controlant er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur á
undanförnum árum þróað þráðlausar lausnir sem notaðar eru til
gæðaeftirlits hér heima og erlendis, t.d. í lyfja- og
matvælaiðnaði.
,,Viðskiptavinir okkar krefjast mikils áreiðanleika af öllum
lausnum Controlant, enda er yfirleitt um að ræða verðmætar
upplýsingar. Örugg miðlun þessara upplýsinga getur skipt
sköpum og komið í veg fyrir tjón á viðkvæmum og verðmætum
varningi. Miðlun þessara upplýsinga byggir að miklu leyti á
farsímakerfinu og hefur Controlant nýtt þjónustu Vodafone í
þeim tilgangi til margra ára með mjög góðum árangri."
Stefán Karlsson
Rekstrarstjóri Controlant
vodafone
| Vetur 2013
13
M2M: Tækin tala saman