background image
Símaský Vodafone
Fjölhæft símkerfi sem vex í takt við þinn rekstur
Snjallþak er nýr þjónustumöguleiki fyrir
fyrirtæki sem greiða fjarskiptakostnað
starfsfólks síns. Í stað hefðbundins þaks
þar sem fyrirtækið greiðir kostnað upp
að ákveðinni upphæð og starfsmaðurinn
umframkostnað gerir Snjallþak fyrirtækjum
kleift að greiða einungis fyrir ákveðna tegund
farsímanotkunar.
Snjallþakið má því sníða þannig að fyrirtæki
greiði ekki fyrir 900-númer, símtöl í 118 eða
símtöl í reiki, svo dæmi sé tekið. Einnig geta
fyrirtæki ákveðið að greiða einungis fyrir símtöl
á ákveðnum tíma dags eða ákveðna vikudaga.
Þannig má stilla Snjallþakið þannig að fyrirtæki
greiði símtöl á tímabilinu 8:00 til 18:00 virka
daga en ekki á kvöldin eða um helgar ­
starfsmaðurinn greiðir þá öll símtöl sem eiga
sér stað utan vinnutíma.
Sanngjarnari skipting
Með þessum hætti verður skipting
fjarskiptakostnaðar sanngjarnari og skynsamari
en með hefðbundnu þaki. Fyrirtækið tekur
ekki á sig kostnað í tengslum við persónuleg
fjarskipti starfsmanns og kostnaður við
vinnusímtöl fellur ekki á starfsmann þegar
hefðbundnu kostnaðarþaki er náð.
Viltu heyra meira um hvernig Snjallþak getur
hentað þínu fyrirtæki? Hafðu samband
við þinn viðskiptastjóra eða hringdu í
fyrirtækjaþjónustu Vodafone í síma 599 9500.
­ Nýjung í skiptingu fjarskiptakostnaðar
Snjallþak Vodafone
Metronet
Vodafone
útibú
gagnagrunnur
útibú
útibú
útibú
höfuðstöðvar
internet
Með MetroNeti Vodafone getur þú tengt saman
höfuðstöðvar, fjölda útibúa og starfsstöðva
Í stöðugu sambandi
með MetroNeti Vodafone
MetroNet Vodafone er fyrsta flokks gagnaflutningsnet sem fullnægir
öllum kröfum viðskiptavina um háhraðatengingar, forgangsþjónustu og
uppitíma.
MetroNet Vodafone er í boði á langflestum byggða-
kjörnum landsins. Hafðu samband við þjónustufulltrúa
Vodafone til að sjá hvernig MetroNeti getur nýst þínu
fyrirtæki.