background image
Efnisyfirlit
Barnið og
brunnurinn
Við heyrum reglulega sögur af fólki sem glatar tölvunni sinni með
meistararitgerðinni, skáldsögunni, fjölskyldumyndunum eða jafnvel
stórum hluta ævistarfsins á harða diskinum. Sögunni fylgir oftar en
ekki að gögnin séu glötuð að eilífu.
Hvernig má það vera? Nógu mikið hefur verið rætt um öryggisafritun
síðustu áratugina til að allir ættu að vita að tölvu notar maður ekki án
þess að taka reglulega afrit af gögnum. Svarið er ekki augljóst, en það
virðist sem við höfum tilhneigingu til að hugsa sem svo að óhöppin
hendi bara aðra ­ við munum alltaf sleppa. Oft áttum við okkur ekki
á alvarleika málsins fyrr en skaðinn er skeður.
Er snjallsíminn þinn öruggur?
Þetta á ekki bara við um öryggisafritun. Brunnarnir sem þarf að byrgja
áður en barnið dettur ofan í þá þá eru víða og þeim fer fjölgandi.
Nýjasta verkefnið, og það sem er sennilegast hvað mest aðkallandi,
er innreið snjalltækja ­ spjaldtölva og snjallsíma ­ í fyrirtæki og
stofnanir. Þetta er alger bylting fyrir fjölmarga starfsmenn sem geta
nú sinnt starfi sínu og verið í stöðugu sambandi hvar og hvenær sem
er á einfaldan hátt.
Afköst og framleiðni geta aukist mikið með nýtingu þessara
mögnuðu tækja, en þeim fylgja líka hættur. Komist óprúttnir aðilar
yfir tækin geta þeir bæði fengið aðgang að viðkvæmum gögnum
sem geymd eru á tækjunum sjálfum og einnig notað þau til að
brjótast inn í tölvukerfi fyrirtækisins þar sem valda má enn alvarlegri
skaða.
Þennan brunn þarf með öðrum orðum að byrgja áður en barnið
dettur í hann og þótt margir séu að vakna til vitundar um alvarleika
málsins hafa ekki nærri því allir gripið til viðeigandi ráðstafana.
Vodafone er ávallt tilbúið til að vinna með viðskiptavinum sínum
að auknu öryggi í fjarskiptum ­ sérstaklega þegar kemur að því að
verja snjalltæki starfsfólks. Til þess hefur Vodafone tekið í notkun
alþjóðlega lausn, VSDM, sem fjallað er um síðar í blaðinu. Með henni,
og fleiri öryggislausnum fyrir fyrirtæki og einstaklinga sem fjallað
er um í þessu blaði, stuðlar Vodafone að öruggum fjarskiptum í
atvinnulífinu.
Kjartan Briem
framkvæmdastjóri Tæknisviðs
04
Vodafone Firma - þjónusta sniðin að þínum
þörfum
Veldu varatengingu sem hentar þér
Öruggari snjalltæki með VSDM frá
Vodafone
Símaský Vodafone - fjölhæft símkerfi sem
vex með þér
Snjallþak Vodafone - nýjung í skiptingu
fjarskiptakostnaðar
07
08
10
11
Bjargaðu gögnunum á einfaldan hátt
06