background image
Bjargaðu gögnunum
á einfaldan hátt
Vodafone PC Backup:
Afritun fyrirtækja á gögnum sem vistuð eru á tölvum starfsfólks er
víða ábótavant og hætta á miklum skaða ef tölva glatast eða harði
diskurinn bilar. Lausnin er þó nær en marga grunar, því Vodafone
býður Vodafone PC Backup ­ einfalda, örugga og hagkvæma
lausn á afritunarmálum fyrirtækja.
Tryggðu öryggi þinna gagna. Fáðu frekari upplýsingar um Vodafone PC Backup hjá þínum
viðskiptastjóra hjá Vodafone eða hjá fyrirtækjaþjónustu í síma 599-9500.
Með PC Backup fer afritunartaka sjálfvirkt fram yfir netið sem
þýðir að spólur, utanáliggjandi harðir diskar og önnur umsýsla
eru úr sögunni. Þú stillir afritunartökuna einu sinni ­ og getur svo
treyst því að afrit af mikilvægum gögnum sé ávallt við höndina ef
eitthvað kemur upp á.
Vodafone PC Backup er:
Einfalt
Hver notandi stillir hvaða möppur og
gögn eigi að afrita og hvenær, og PC
Backup sér um rest.
Ef gögn tapast er valið hvaða gögn eigi
að endurheimta og PC Backup bjargar
málunum.
Viðmót kerfisstjóra er einfalt í notkun og
utanumhald lítið.
Öruggt
Afritar ekki bara gögn af sameiginlegum
netdrifum, heldur líka vinnutölvum starfsfólks.
Sjálfvirkni dregur úr hættu á gleymsku
eða öðrum mannlegum mistökum við
afritunartöku.
Gögn eru dulkóðuð samkvæmt ströngustu
stöðlum við afritun og geymd í tvíriti á
öruggum netþjónum Vodafone.
Geymsla afrita utanhúss þýðir að gögnin
glatast ekki við húsbruna, innbrot eða önnur
áföll á vinnustað.
Hagkvæmt
Enginn kostnaður við vélbúnað.
Enginn stofnkostnaður.
Lítið utanumhald kerfisstjóra eða
annarra starfsmanna.
Fast, lágt mánaðargjald fyrir hvern
notanda.
Ekki þarf að ræsa út tæknimenn til að
endurheimta skrár.
REYNSLUSAGA
Einfalt í uppsetningu
,,Það sem kom mér mest á óvart við
PC Backup er einfaldleikinn. Viðmótið
er þægilegt og uppsetningin leikur
einn. Ég fékk einfaldlega sendan hlekk
með aðgangi í kerfið og allir notendur
fengu svo hlekk sendan til sín og gátu
stillt þær möppur sem á að afrita. Eftir-
leikurinn var ánægjulega einfaldur.
Ef svo illa fer að tölvu er stolið eða
hún hrynur þá getum við svo með
einföldum hætti sent síðasta afrit til
viðkomandi notanda."
Gögnunum bjargað
Vodafone PC Backup er ein þeirra þjónusta sem gott er að hafa en maður vill engu að
síður helst ekki þurfa að nota. Ef slíkar aðstæður koma upp er léttirinn hins vegar mikill.
Viðskiptavinur Vodafone, framkvæmdastjóri sem vill ekki láta nafns síns getið, fann það vel á
eigin skinni á síðasta ári. Hann var á ráðstefnu erlendis með fartölvuna og lagði hana frá sér
á kaffihúsi. Að kaffibollanum loknum sá hann sér til skelfingar að tölvunni hafði verið stolið.
Tölvan innihélt mikið magn vinnugagna sem eingöngu voru vistuð á tölvu viðskiptavinarins
og því hefði skaðinn getað orðið mikill.
Til allrar hamingju var Vodafone PC Backup uppsett á tölvunni og gat tæknimaður
fyrirtækisins sótt þangað öll gögn sem höfðu verið á tölvunni sem var stolið og sett þau
upp á nýrri tölvu. Þegar framkvæmdastjórinn kom aftur til Íslands beið hans tölva með
nákvæmlega sömu möppum og gögnum og verið höfðu á tölvunni sem hvarf.
Þótt vissulega sé kostnaðarsamt að glata tölvu hefði skaðinn orðið margfalt meiri ef
Vodafone PC Backup hefði ekki komið til bjargar.
REYNSLUSAGA
Ingvar Karl
Þorsteinsson
Framkvæmdastjóri
Hugverks
vodafone
| Vetur 2013
6