background image
Þetta gæti varla verið einfaldara. Þú sérð um
rekstur þíns fyrirtækis ­ við sjáum til þess
að símkerfið þitt sé ávallt í toppstandi. Engin
tækjakaup, engar símstöðvar til að reka ­
bara símaþjónusta sem fellur nákvæmlega
að þörfum þíns fyrirtækis, hvort sem það er
stórt eða smátt.
Í Símaskýi Vodafone er símstöðin hýst hjá
Vodafone þannig að við sjáum alfarið um
rekstur og umsjón símkerfisins. Þú þarft
ekki að kaupa búnað heldur greiðir einungis
fastan rekstrarkostnað fyrir hvern notanda.
Hægt er að velja þjónustuna með eða án
símtækja eftir því hvað hentar þínu fyrirtæki.
Einfalt er að bæta við eða loka númerum
eftir þörfum og þannig getur Símaský
Vodafone vaxið í takt við þitt fyrirtæki. Með
Símaskýi Vodafone ertu ekki bundinn af
takmörkunum þinnar eigin símstöðvar ­
símkerfið er rekið miðlægt hjá Vodafone og
er því með öllum mikilvægustu eiginleikum
nútímasímkerfa.
Einfalt og öruggt
Símaský Vodafone er einfalt í rekstri fyrir
þitt starfsfólk. Ekki er þörf á sérstökum
tæknimanni því allir geta stillt sinn borðsíma
í gegnum vefaðgang. Kerfið býður upp á
fjölmarga stillingarmöguleika, þannig að
hægt er að sérsníða kerfið bæði almennt að
þörfum þíns fyrirtækis og eins að þörfum
hvers starfsmanns fyrir sig.
Með Símaskýi Vodafone er símstöðin hýst í
öruggu rekstrarumhverfi hjá Vodafone þar
sem sérþjálfað starfsfólk sér um viðhald og
rekstur. Ítrustu öryggisstöðlum er fylgt við
Símaský Vodafone
Fjölhæft símkerfi sem vex í takt við þinn rekstur
rekstur kerfisins innan Vodafone og þurfir
þú aðstoð eru sérfræðingar Vodafone til
þjónustu reiðubúnir.
Hvernig getur þú nýtt þér Símaský Vodafone
til að einfalda símkerfi þíns fyrirtækis?
Hafðu samband við þinn viðskiptastjóra eða
fyrirtækjaþjónustu Vodafone í síma
599-9500 og við finnum hagkvæmasta og
besta kostinn fyrir þig.
Engin tækjakaup,
engar símstöðvar ­ bara
símaþjónusta sem fellur
nákvæmlega að þörfum
þíns fyrirtækis.
Ertu ekki enn búinn að skipta yfir í
Símaský? Vodafone býður nú sérstakt
inngöngutilboð fyrir þá sem vilja færa sitt
fyrirtæki yfir í Símaský Vodafone. Fáðu
nánari upplýsingar um tilboðið og hvernig
Símaský getur nýst þínu fyrirtæki með því
að hafa samband við þinn viðskiptastjóra
eða hringja í fyrirtækjaþjónustu Vodafone
í síma 599 9500.
Rétti tíminn til
að skipta
Margrét Huld Einarsdóttir, deildarstjóri viðskiptaþjónustu
vodafone
| Vetur 2013
10